Atvinnuöryggi vegna barneigna Ingibjörg Isaksen skrifar 23. október 2023 11:01 Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs. Það að eiga vona á barni og bjóða einstakling í heiminn er sennilega eitt af því fallegasta og dýrmætasta sem margir gera í lífinu, ef svo má segja. Að verða foreldri er einstakt í sjálfu sér, umsvifalaust fer margt að snúast um það barn sem er á leiðinni. Ábyrgðartilfinning í bland við eftirvæntingu. Tæknifrjóvgun og tengdar meðferðir eru oft langt og erfitt ferli, inngrip sem hefur áhrif á líkamlega- og andlega líðan. Kostnaður sem fólk ber er þónokkur í dag og felur jafnframt í sér áhættu. Ferlið getur verið afar tímafrekt og algjör ógjörningur að tryggja að allt heppnist í fyrstu tilraun. Í einhverjum tilfellum þarf nokkrar tilraunir áður en ferlið heppnast, það er ef það heppnast. Á sama tíma getur það tekið á að ná ekki að sinna vinnu sinni eins og best verður á kosið og engum til hagsbóta að starfsmaðurinn standi mögulega höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum á þeim tíma sem hann freistar þess að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Einstaklingar sem þurfa að leita í slíkt ferli hafa ekki sömu möguleika og aðrir til þess að halda áformum sínum leyndum um að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Þeir einstaklingar sem ekki þurfa að gangast undir ferli sem þetta eru alla jafna ekki að upplýsa yfirmenn um áform um barneignir, enda er um að ræða einkamál hvers og eins. Við eigum að vera vakandi fyrir því hvað má betur fara, bregðast við nýjum þörfum og þétta velferðarkerfi okkar á grundvelli jafnréttismála, því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Það er stækkandi hópur sem hér um ræðir, en slíkum meðferðum hefur fjölgað um fjölgaði um meira en helming hér á landi á síðustu fjórum árum, en á síðasta ári voru 571 tæknifrjóvgunaraðgerð framkvæmd hér á landi, sem í mínum huga undirstrikar mikilvægi þessa máls, enda tel ég að við megum engan tíma missa. Mikilvægar breytingar Í mínum tillögum felast annars vegar viðurkenning á réttindum þeirra sem eru í tæknifrjóvgunarferli og hins vegar styrking á atvinnuöryggi fólks sem eru í meðferð vegna tæknifrjóvgana. Þannig að það sé skýrt í lögunum að óheimilt sé að segja starfsfólki á því tímabili sem virk meðferð með tæknifrjóvgun fer fram. Að því sögðu, þó það sé heimilt sé að geyma fósturvísa í allt að 10 ár þá ber að hafa í huga að vernd gegn uppsögn með þessum hætti er ætluð að eiga við á þeim tíma sem starfsmaðurinn undirgengst virka meðferð og getur sýnt fram á staðfestingu þess eðlis. Það er mikilvægt að halda áfram að styrkja réttaröryggi í jafnréttisbaráttunni, þeirri vegferð er aldrei lokið fremur en öðrum verkefnum. Við höfum tök á að tryggja framangreint með samþykki á frumvarpinu sem hér um ræðir. Það er því einlæg von mín að frumvarpið hljóti brautargengi í þinginu á yfirstandandi löggjafarþingi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Framsóknarflokkurinn Jafnréttismál Fæðingarorlof Alþingi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs. Það að eiga vona á barni og bjóða einstakling í heiminn er sennilega eitt af því fallegasta og dýrmætasta sem margir gera í lífinu, ef svo má segja. Að verða foreldri er einstakt í sjálfu sér, umsvifalaust fer margt að snúast um það barn sem er á leiðinni. Ábyrgðartilfinning í bland við eftirvæntingu. Tæknifrjóvgun og tengdar meðferðir eru oft langt og erfitt ferli, inngrip sem hefur áhrif á líkamlega- og andlega líðan. Kostnaður sem fólk ber er þónokkur í dag og felur jafnframt í sér áhættu. Ferlið getur verið afar tímafrekt og algjör ógjörningur að tryggja að allt heppnist í fyrstu tilraun. Í einhverjum tilfellum þarf nokkrar tilraunir áður en ferlið heppnast, það er ef það heppnast. Á sama tíma getur það tekið á að ná ekki að sinna vinnu sinni eins og best verður á kosið og engum til hagsbóta að starfsmaðurinn standi mögulega höllum fæti gagnvart vinnuveitanda sínum á þeim tíma sem hann freistar þess að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Einstaklingar sem þurfa að leita í slíkt ferli hafa ekki sömu möguleika og aðrir til þess að halda áformum sínum leyndum um að eignast barn og stofna til fjölskyldu. Þeir einstaklingar sem ekki þurfa að gangast undir ferli sem þetta eru alla jafna ekki að upplýsa yfirmenn um áform um barneignir, enda er um að ræða einkamál hvers og eins. Við eigum að vera vakandi fyrir því hvað má betur fara, bregðast við nýjum þörfum og þétta velferðarkerfi okkar á grundvelli jafnréttismála, því hef ég lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um fæðingar- og foreldraorlof. Það er stækkandi hópur sem hér um ræðir, en slíkum meðferðum hefur fjölgað um fjölgaði um meira en helming hér á landi á síðustu fjórum árum, en á síðasta ári voru 571 tæknifrjóvgunaraðgerð framkvæmd hér á landi, sem í mínum huga undirstrikar mikilvægi þessa máls, enda tel ég að við megum engan tíma missa. Mikilvægar breytingar Í mínum tillögum felast annars vegar viðurkenning á réttindum þeirra sem eru í tæknifrjóvgunarferli og hins vegar styrking á atvinnuöryggi fólks sem eru í meðferð vegna tæknifrjóvgana. Þannig að það sé skýrt í lögunum að óheimilt sé að segja starfsfólki á því tímabili sem virk meðferð með tæknifrjóvgun fer fram. Að því sögðu, þó það sé heimilt sé að geyma fósturvísa í allt að 10 ár þá ber að hafa í huga að vernd gegn uppsögn með þessum hætti er ætluð að eiga við á þeim tíma sem starfsmaðurinn undirgengst virka meðferð og getur sýnt fram á staðfestingu þess eðlis. Það er mikilvægt að halda áfram að styrkja réttaröryggi í jafnréttisbaráttunni, þeirri vegferð er aldrei lokið fremur en öðrum verkefnum. Við höfum tök á að tryggja framangreint með samþykki á frumvarpinu sem hér um ræðir. Það er því einlæg von mín að frumvarpið hljóti brautargengi í þinginu á yfirstandandi löggjafarþingi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og 1. þingmaður Norðausturkjördæmis.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun