Fæðingarorlof í anda jafnaðarmennsku Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 23. október 2023 10:01 Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér eftirfarandi fimm breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof: 1. Fyrstu 350 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. 2. Barnshafandi foreldri öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar þeim tíma sem foreldri á rétt á til launaðs fæðingarorlofs eftir fæðingu. Slíkur réttur er tryggður í Noregi og Danmörku. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. 3. Fæðingarstyrkir til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækka um 50%. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki er lagt til að námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk fái einnig styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 4. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur hækkar úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur á mánuði, en þakið hefur staðið í stað frá því að núgildandi lög tóku gildi árið 2020. Þetta er mikilvægt jafnréttismál og raunar ætti þakið að vera umtalsvert hærra í tekjutengdu fæðingarorlofskerfi. 5. Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Hér má lesa frumvarpið í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Best væri ef kerfisbreytingar í þessa veru yrðu lögfestar samhliða frekari lengingu fæðingarorlofs með fjölgun orlofsmánaða sem hvort foreldri á sjálfstæðan rétt til. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Ég hlakka til að fylgja málinu eftir á vettvangi velferðarnefndar Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Fæðingarorlof Samfylkingin Félagsmál Alþingi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Nýlega mælti ég fyrir frumvarpi á Alþingi sem felur í sér eftirfarandi fimm breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof: 1. Fyrstu 350 þúsund krónur af viðmiðunartekjum fæðingarorlofsgreiðslna verða óskertar og 80%-reglan mun einvörðungu taka til tekna umfram þá fjárhæð. Þetta er lykilaðgerð til að verja afkomuöryggi foreldra, enda má launalægsta fólkið á Íslandi ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn. 2. Barnshafandi foreldri öðlast rétt til launaðs meðgönguorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími komi til frádráttar þeim tíma sem foreldri á rétt á til launaðs fæðingarorlofs eftir fæðingu. Slíkur réttur er tryggður í Noregi og Danmörku. Að breytingunni hníga sterk heilsufarsleg rök, enda fylgir seinni hluta meðgöngu jafnan mikið álag og veikindaréttur fólks er mismunandi. 3. Fæðingarstyrkir til námsmanna og fólks utan vinnumarkaðar hækka um 50%. Fjárhæðirnar eru smánarlegar í dag og duga hvergi nærri til framfærslu. Að auki er lagt til að námsmenn sem eiga rétt á fæðingarstyrk fái einnig styrk til framfærslu annarra barna undir 18 ára aldri sem nemur einföldum barnalífeyri eins og gildir um lánþega hjá Menntasjóði námsmanna. 4. Þak á fæðingarorlofsgreiðslur hækkar úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur á mánuði, en þakið hefur staðið í stað frá því að núgildandi lög tóku gildi árið 2020. Þetta er mikilvægt jafnréttismál og raunar ætti þakið að vera umtalsvert hærra í tekjutengdu fæðingarorlofskerfi. 5. Foreldrar barna fram að grunnskólaaldri öðlast rétt til 20% vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði í allt að sex mánuði. Greiðslurnar reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs en í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. Í dag er Ísland eftirbátur annarra Evrópuríkja hvað varðar jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs og raunar er Tyrkland eina Evrópulandið sem kemur verr út að þessu leyti í lífsgæðasamanburði OECD. Með þessari réttarbót yrði stigið mikilvægt skref í átt að fjölskylduvænni vinnumarkaði á Íslandi. Hér má lesa frumvarpið í heild ásamt greinargerð um tillögurnar og útfærslu þeirra. Best væri ef kerfisbreytingar í þessa veru yrðu lögfestar samhliða frekari lengingu fæðingarorlofs með fjölgun orlofsmánaða sem hvort foreldri á sjálfstæðan rétt til. Á meðal þeirra sem lýst hafa stuðningi við frumvarpið eru Alþýðusamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Félag íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, Ljósmæðrafélag Íslands og samtökin Fyrstu fimm. Ég hlakka til að fylgja málinu eftir á vettvangi velferðarnefndar Alþingis. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun