Handbolti

KA-Þór með yfir­burða­sigur á Aftur­eldingu

Siggeir Ævarsson skrifar
Nathalia Soares Baliana var markahæst norðankvenna í kvöld
Nathalia Soares Baliana var markahæst norðankvenna í kvöld Vísir/Anton Brink

KA/Þór nældi í sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna í kvöld þegar liðið vann afgerandi sigur á Aftureldingunni á Akureyri, lokatölur 26-16.

Heimakonur fóru sterkt af stað og náðu fljótlega upp miklu forskoti en staðan var 13-6 í hálfleik. Gestirnir náðu einfaldlega ekki að sýna sínar bestu hliðar, hvorki í vörn né sókn. Munaði þar mikið um frammistöðu Matea Lonac í marki KA/Þórs en hún varði 18 skot í kvöld, eða 53 prósent af þeim skotum sem hún fékk á sig.

Norðankonur dreifðu álaginu og markaskorun vel í kvöld en átta leikmenn komust á blað í kvöld. Þær Lydía Gunnþórsdóttir og Nathalia Soares Baliana voru markahæstar með fimm mörk hvor. 

Hjá Aftureldingu var Anna Katrín Bjarkadóttir markahæst með fimm mörk.

Með sigrinum lyftir KA/Þór sér í 6. sætið og yfir Aftureldingu, en bæði lið eru með einn sigur. KA/Þór eru þó með stigi meira eftir að hafa sótt eitt jafntefli í þeim sex leikjum sem eru að baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×