Kvennaverkfall gegn kynbundnu misrétti Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 22. október 2023 07:00 Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Heilbrigðismál Guðbjörg Pálsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 24. október munu við konur og kynsegin fólk á Íslandi leggja niður störf. Við munum ekki mæta til vinnu og við erum heldur ekki að fara að sinna ólaunuðu vinnunni heima fyrir. Þess í stað munum við fjölmenna á Arnarhól og útifundi um allt land til að sýna skýrt hversu mikilvægt okkar vinnuframlag er. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu er vinnuframlag okkar ennþá minna metið en karla. Aftur á móti er ábyrgð okkar á heimilishaldi og umönnun fjölskyldu, barna og ættingja miklu meiri. Á sama tíma eru mun meiri líkur á að við verðum fyrir kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni. Yfirskrift verkfallsins er „Kallarðu þetta jafnrétti?“ sem kemur til vegna þeirra síendurteknu skilaboða um Ísland sé svo framarlega í jafnréttismálum að við ættum að vera þakklátar fyrir aukin tækifæri og möguleika. Þrátt fyrir að við séum stolt af þeim árangri sem hefur náðst er það ekki svo að sigurinn sé unninn. Við eigum rétt á sömu launum og karlmenn fyrir jafnverðmæt störf og þó svo að það hafi tekist að lagfæra launasetningu að hluta í gegnum árin, þá búum við ennþá við kerfisbundið vanmat í launum á svokölluðum kvennastörfum, þar sem konur eru í miklum meirihluta. Störf við menntun barna, ræstingar, þjónustu og umönnun við veikt fólk, fatlað fólk og aldrað fólk eru ein mikilvægustu störfin í íslensku samfélagi. Án þeirra gætu hjól atvinnulífsins ekki snúist og þjóðfélagið ekki gengið sinn vanagang. Ein skýrasta birtingamynd misréttisins er kynbundið ofbeldi og því er ein af meginkröfum Kvennaverkfallsins að því verði útrýmt. Um fjörutíu prósent kvenna hér á landi hafa orðið fyrir ofbeldi á lífsleiðinni og endurspeglast alvarleikinn í því að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar segja ofbeldi gegn konum vera faraldur. Það er ólíðandi og verður að grípa til aðgerða í samræmi við alvarleikann. Um 96% hjúkrunarfræðinga eru konur og því miður getum við ekki öll lagt niður störf á þriðjudaginn. Einhverjir munu standa vaktina eins og alltaf og halda heilbrigðiskerfinu gangandi. Þau geta tekið þátt með því að taka mynd af sér í vinnunni, skrifa kröfur sínar á spjöld og setja inn á samfélagsmiðla undir myllumerkjunum #ómissandi og #kvennaverkfall. Við hin munum mæta og taka þátt fyrir ykkar hönd og mótmæla misréttinu kröftuglega. Sýnum samstöðu á þriðjudaginn, hvetjum og bjóðum konum og kvárum í kringum okkur með á viðburði, sérstaklega þau sem mögulega þekkja lítið til eins og fólk af erlendum uppruna. Samstaðan er eina leiðin til að breyta samfélaginu og tryggja jafnrétti fyrir öll. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga .
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun