Segir að leikmenn lélegasta landsliðs heims hafi hótað að meiða stjörnu Man. Utd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2023 10:40 Rasmus Hojlund spilaði á Ítalíu og skilur ítölsku. Hann skildi því um hvað leikmenn San Marinó voru að tala og þeir voru að hóta því að meiða hann. AP/Felice Calabro Danir rétt sluppu með þrjú stig frá leik sínum við San Marinó í undankeppni EM í gærkvöldi en Danir fengu á sig jöfnunarmark í leiknum. San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
San Marinó er opinberlega lélegasta landslið heims og hefur ekki unnið landsleik í 136 leikjum. Þetta var fyrsta mark liðsins í þessari undankeppni en markatalan var 0-24 fyrir leikinn. Danir voru mjög pirraðir í gærkvöldi, bæði í leiknum sem og eftir þennan nauma sigur á lélegasta landsliði heims. Þeir náðu þó að skora sigurmark undir lokin og sleppa með skrekkinn. Simon Kjaer ( Denmark player) : "I heard the San Marino players saying they intentionally wanted to injure Rasmus Højlund by going after his left knee" pic.twitter.com/cMPLJrPm5T— All Sportz (@Allsportztv) October 18, 2023 Fyrirliði liðsins, Simon Kjær, gekk þó lengra en margir höfðu séð fyrir eftir slíkan leik. Hann var brjálaður út í dómara leiksins og sakaði líka leikmenn San Marinó um að hafa hótað því að meiða stjörnuframherja danska liðsins, Rasmus Højlund. Rasmus Højlund skoraði fyrsta mark leiksins en hann var keyptur til stórliðs Manchester United í haust. „Það er augljóst að við erum að segja eitthvað inn á vellinum og þá verður dómarinn pirraður út í okkur af því að við erum að segja eitthvað. Það er bara hluti af leiknum,“ sagði Simon Kjær við TV 2 Sport eftir leikinn. „Það er síðan enginn vafi á því að það er klárt rautt spjald fyrir brotið á Højlund. Þetta er hundrað prósent viljandi og við vitum um dæmi með Neymar þar sem hann fékk hné í bakið og bakbrotnaði,“ sagði Kjær reiður. Denmark captain Simon Kjaer says San Marino players set out to deliberately injure Manchester United star Rasmus Hojlund with a challenge that could have broken his back .https://t.co/LDFuunqiBQ— Metro (@MetroUK) October 18, 2023 Højlund fékk vissulega hné frá leikmanni San Marinó og lá sárþjáður á eftir. „Þetta er hættulegt og það eru þrír dómarar rétt hjá þessu. Þeir (leikmenn San Marinó) voru þó búnir að hóta því við hann að þeir ætluðu að fara í vinstra hnéð hans,“ sagði Kjær. „Ég fór og lét dómarann vita og spurði hvort hann vildi að ég túlkaði fyrir hann. Það er dómarinn sem ákveður línuna og hann verður að gera það sjálfur. Ég skil þetta ekki. Við höfum einnig VAR. Þú sérð þetta alla leið úr vörninni að þetta var hundrað prósent viljandi,“ sagði Kjær mjög pirraður eftir leikinn. Højlund neitaði að þakka leikmönnum San Marinó fyrir leikinn. Dómari leiksins var Viktor Kopiyevskyi frá Úkraínu.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira