„Stríð er ekki róleg skógarferð“ Tom Brenner skrifar 12. október 2023 11:01 Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Óvissuferð Í dag fór ég í óvissuferð. Ekki um skemmtiferð var að ræða, heldur keyrði ég með nauðsynjarvörur til bæjarins Ashkelon, eins af röð bæja í suður Ísraels þar sem Hamasliðar hafa síðustu daga gengið—og sums staðar eru enn að ganga—berserksgang. Loftið í Ashkelon er mettað með sætum ilm rotnandi líkja. Lík flestra almennra borgara er búið að fjarlægja, en marga blóðbletti má sjá á almannafæri. Ekki sá ég beint ódæðisverkin, en þökk sé samfélagsmiðlum á borð við Telegram, þá getur hver sem það kýs horft á misþyrmt lík Þýskrar konu, eða, fyrir lengra komna í ofbeldiskláminu, afhöfðun Tælensks manns með skóflu. Erfitt er að segja hvort hafi gerst fyrr: Þýska konan verið myrt, eða mjaðmirnar teknar úr liði og hún—orðrétt—brotin á bak aftur—en án efa var Tælendingurinn á lífi er „frelsisbaráttumenn“ Hamas tóku hann af lífi með skóflunni. Ekki róleg skógarferð Nýlega gaf félagið Ísland–Palestína (FÍP) frá sér yfirlýsingu sem hefst á fordæmingu allra árasa á almenna borgara. Þessi fordæming kemur ekki heim og saman við deilingu formanns félagsins á færslum sem upphefja rétt Palestínu til að „verja sig". Að því tilefni finnst undirrituðum rétt að samræma orðræðunni, svo einfaldast sé fyrir flesta að sjá bjálkann í eigin auga, eða a.m.k reyna að vera sjálfum sér samkvæmir. Rök (ef rök skal kalla) þeirra sem eiga hvað erfiðast að fjarlægja sig frá gjörðum Hamas má draga saman í grófum dráttum þannig: vondir hlutir gerast í stríði, og þeir sem lenda í þeim eiga það hvort eð skilið. Þessa afstöðu endurspegla ummæli á borð við „stríð er ekki róleg skógarferð“, en það hafði formaður FÍP að segja um örlög Þýsku konunnar, þeirrar sömu og vitnað er í að ofan; og „Þetta er náttúrulega kannski upp til hópa hermenn en líka fólk sem var allavega ekki klætt í herbúning... [fyrst að] allir [eru] í varaliðinu“, eins og haft var eftir fyrrverandi formanni FÍP um fórnarlömb árasar Hamas, en þau heppnu meðal þeirra voru tekin af lífi samstundis, meðan að hin voru tekin til Gaza, þar sem örlög verri en dauðinn biðu þeirra. Ef við gleymum aðeins börnunum sem Hamas myrtu í þessari innrás í Ísrael—en þau voru jú allt niður í nýfædd—þá virðist að ríkisborgurum margra landa (Ástralíu, Bandaríkjanna, Bretlands, Filippseyja, Frakklands, Indlands, Kína, Nepals, Tælands og Þýskalands—og væntanlega fleiri) hafi láðst að sækja um laun hjá ísraelska hernum. En svona til að einfalda orðræðuna vil ég bara biðja þá sem hafa ákveðið, til að afsaka eigin afstöðu, að stríð sé ekki róleg skógarferð: Sýnið smá heiðarleika, haldið ykkur við þetta nýja skilyrðislausa skylduboðið ykkar, og hættið að væla og velta ykkur upp úr hverju einustu meintu mannréttindabroti Ísraela héðan í frá. Með öðrum orðum, helst haldiði bara kjafti. Stríðsrekstur verður nefnilega svo miklu auðveldari um leið og allir tileinka sér þetta nýja siðferði FÍP. Höfundur er efnafræðingur og prófarkalesari.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun