Er einhver á þínum vinnustað að takast á við krabbamein eða afleiðingar þess? Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar 12. október 2023 08:31 Á hverju ári greinast að meðaltali um 924 einstaklingar á vinnualdri með krabbamein. Meinið sjálft og meðferð vegna þess getur haft mikil og víðtæk áhrif á líf hvers og eins, þar á meðal hvað varðar atvinnuþátttöku. Áhrifin eru þó misjöfn hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og ráðast af ýmsum þáttum t.d. tegund krabbameins, á hvaða stigi meinið er, aldri, kyni, heilsufari fyrir greiningu og hve löng og umfangsmikil krabbameinsmeðferðin er, auk félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna hvers og eins. Margir eru alfarið frá vinnu meðan á meðferð stendur en sumir geta unnið hlutastarf, fer það meðal annars eftir eðli starfsins og líðan hvers og eins. Þegar hversdagslíf gjörbreytist og snýst að stærstu leyti um sjúkdóminn og meðferðina getur vinnustaðurinn haft veigamiklu hlutverki að gegna. Hann getur verið eins konar akkeri þegar manneskjan upplifir að mörgu öðru leyti óöryggi, því í vinnunni er allt í föstum skorðum og gengur sinn vanagang. Vinnan er í mörgum tilvikum stór hluti af sjálfsmynd fólks, auk þess sem samskipti við samstarfsfólk geta verið félagslega mjög þýðingarmikil. Í veikindum skiptir því oftast máli að sambandi sé haldið milli starfsmanns og vinnustaðarins. Það á til dæmis við um að helstu fregnum um hvað sé að gerast á vinnustaðnum sé miðlað og að viðkomandi sé boðið á þá viðburði sem til standa. Sá sem er í veikindaleyfi getur alltaf afþakkað, en finnur að gert er ráð fyrir honum. Á móti er gott að samstarfsfólk sé að einhverju leyti upplýst um hvernig staðan er hjá þeim sem er veikur Oft er gott að einhver ákveðinn aðli á vinnustaðnum séu tengiliður við viðkomandi á vinnustaðnum. Gott samband á milli vinnustaðar og þess sem er í veikindaleyfi er líklegt til að auðvelda endurkomu til starfs að meðferð lokinni, auk þess sem líklegra er að samstarfsfólk hafi skilning á aðstæðum, t.d. fjarveru eða breytingum á vinnutilhögun. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina gera að verkum að mjög fjölgar í hópi þeirra sem lifa af og lifa lengi eftir að hafa fengið krabbamein. Í árslok 2022 voru 17.493 á lífi hér á landi sem höfðu fengið krabbamein og því er spáð að árið 2035 verði þeir 26.000. Eftir því sem hópurinn stækkar fær hann meiri athygli og það sem hann þarf að takast á við. Vinnustaðir gegna mjög stóru hlutverki gagnvart þessum hópi sem er á vinnualdri. Stuðningur og velvild samstarfsfélaga getur haft verulega mikið að segja bæði við greiningu krabbameins, meðan á meðferð stendur og þegar komið er aftur til vinnu. Meðal þess sem hægt er að ráðleggja samstarfsfélögum er að vera tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga, þó án hnýsni. Einnig að sýna sveigjanleika og vera tilbúin/-n að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélaga. Auk þess er gott að hafa í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð og er þá oft betra ef beint er spurt hvort og hvernig hægt að sé að leggja lið. Mikilvægt er að samstarfsfólk geri sér grein fyrir að þó að meðferð við krabbameini sé lokið þá glíma margir við fylgikvilla sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs. Þó að oftast dragi úr aukaverkunum eftir því sem líður frá meðferðarlokum er það ekki alltaf raunin. Stundum eru aukaverkanir enn til staðar löngu síðar og aðrar gera jafnvel ekki vart við sig fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel árum síðar. Þá er talað um langvinnar og síðbúnar aukaverkanir Slíkar langtíma aukaverkanir geta verið af ýmsu tagi og haft mikil áhrif á líf og lífsgæði einstaklingsins og í sumum tilfellum haft áhrif á getu til að sinna vinnu. Skortur á úthaldi og einbeitingu er meðal þess sem margir glíma við löngu eftir meðferðarlok og jafnvel til frambúðar. Einnig eiga sumir erfitt með að ná aftur jafnvægi í tilverunni og sitja uppi með flóknar tilfinningar auk þess sem afstaða þeirra til ýmissa hluta gæti hafa breyst. Að eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn getur skipt sköpum fyrir fólk, líka fyrir þá sem búa við skerta starfsgetu eftir krabbameinsmeðferð. Full ástæða er til að hvetja vinnustaði til að aðlaga störf að breyttri starfsgetu fólks, það getur haft afgerandi áhrif á líðan og afkomu fólks. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, er í ár lögð áhersla á samstöðu og minnt á að krabbamein snerta hvert og eitt okkar á einhvern hátt einhvern tíma á lífsleiðinni og það á að sjálfsögðu meðal annars við um vinnustaði. Krabbameinsfélagið býður vinnuveitendum og samstarfsmönnum upp á ókeypis fræðsluerindi og ráðgjöf um hvernig hægt er að styðja við starfsmann við greiningu krabbameins, í meðferð, að meðferð lokinni og þegar snúið er aftur til vinnu. Hægt er að hafa samband í síma 800 4040 eða senda fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Tengdar fréttir Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. 11. október 2023 07:00 Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. 3. október 2023 07:01 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári greinast að meðaltali um 924 einstaklingar á vinnualdri með krabbamein. Meinið sjálft og meðferð vegna þess getur haft mikil og víðtæk áhrif á líf hvers og eins, þar á meðal hvað varðar atvinnuþátttöku. Áhrifin eru þó misjöfn hjá hverjum einstaklingi fyrir sig og ráðast af ýmsum þáttum t.d. tegund krabbameins, á hvaða stigi meinið er, aldri, kyni, heilsufari fyrir greiningu og hve löng og umfangsmikil krabbameinsmeðferðin er, auk félagslegra og fjárhagslegra aðstæðna hvers og eins. Margir eru alfarið frá vinnu meðan á meðferð stendur en sumir geta unnið hlutastarf, fer það meðal annars eftir eðli starfsins og líðan hvers og eins. Þegar hversdagslíf gjörbreytist og snýst að stærstu leyti um sjúkdóminn og meðferðina getur vinnustaðurinn haft veigamiklu hlutverki að gegna. Hann getur verið eins konar akkeri þegar manneskjan upplifir að mörgu öðru leyti óöryggi, því í vinnunni er allt í föstum skorðum og gengur sinn vanagang. Vinnan er í mörgum tilvikum stór hluti af sjálfsmynd fólks, auk þess sem samskipti við samstarfsfólk geta verið félagslega mjög þýðingarmikil. Í veikindum skiptir því oftast máli að sambandi sé haldið milli starfsmanns og vinnustaðarins. Það á til dæmis við um að helstu fregnum um hvað sé að gerast á vinnustaðnum sé miðlað og að viðkomandi sé boðið á þá viðburði sem til standa. Sá sem er í veikindaleyfi getur alltaf afþakkað, en finnur að gert er ráð fyrir honum. Á móti er gott að samstarfsfólk sé að einhverju leyti upplýst um hvernig staðan er hjá þeim sem er veikur Oft er gott að einhver ákveðinn aðli á vinnustaðnum séu tengiliður við viðkomandi á vinnustaðnum. Gott samband á milli vinnustaðar og þess sem er í veikindaleyfi er líklegt til að auðvelda endurkomu til starfs að meðferð lokinni, auk þess sem líklegra er að samstarfsfólk hafi skilning á aðstæðum, t.d. fjarveru eða breytingum á vinnutilhögun. Framfarir í greiningu og meðferð krabbameina gera að verkum að mjög fjölgar í hópi þeirra sem lifa af og lifa lengi eftir að hafa fengið krabbamein. Í árslok 2022 voru 17.493 á lífi hér á landi sem höfðu fengið krabbamein og því er spáð að árið 2035 verði þeir 26.000. Eftir því sem hópurinn stækkar fær hann meiri athygli og það sem hann þarf að takast á við. Vinnustaðir gegna mjög stóru hlutverki gagnvart þessum hópi sem er á vinnualdri. Stuðningur og velvild samstarfsfélaga getur haft verulega mikið að segja bæði við greiningu krabbameins, meðan á meðferð stendur og þegar komið er aftur til vinnu. Meðal þess sem hægt er að ráðleggja samstarfsfélögum er að vera tilbúin að hlusta, leitast við að skilja og sýna áhuga, þó án hnýsni. Einnig að sýna sveigjanleika og vera tilbúin/-n að breyta skipulagi til að koma til móts við breyttar aðstæður vinnufélaga. Auk þess er gott að hafa í huga að mörgum þykir erfitt að biðja um aðstoð og er þá oft betra ef beint er spurt hvort og hvernig hægt að sé að leggja lið. Mikilvægt er að samstarfsfólk geri sér grein fyrir að þó að meðferð við krabbameini sé lokið þá glíma margir við fylgikvilla sem ýmist eiga rót sína að rekja til meðferðarinnar eða krabbameinsins sjálfs. Þó að oftast dragi úr aukaverkunum eftir því sem líður frá meðferðarlokum er það ekki alltaf raunin. Stundum eru aukaverkanir enn til staðar löngu síðar og aðrar gera jafnvel ekki vart við sig fyrr en mörgum mánuðum eða jafnvel árum síðar. Þá er talað um langvinnar og síðbúnar aukaverkanir Slíkar langtíma aukaverkanir geta verið af ýmsu tagi og haft mikil áhrif á líf og lífsgæði einstaklingsins og í sumum tilfellum haft áhrif á getu til að sinna vinnu. Skortur á úthaldi og einbeitingu er meðal þess sem margir glíma við löngu eftir meðferðarlok og jafnvel til frambúðar. Einnig eiga sumir erfitt með að ná aftur jafnvægi í tilverunni og sitja uppi með flóknar tilfinningar auk þess sem afstaða þeirra til ýmissa hluta gæti hafa breyst. Að eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn getur skipt sköpum fyrir fólk, líka fyrir þá sem búa við skerta starfsgetu eftir krabbameinsmeðferð. Full ástæða er til að hvetja vinnustaði til að aðlaga störf að breyttri starfsgetu fólks, það getur haft afgerandi áhrif á líðan og afkomu fólks. Í Bleiku slaufunni, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins, er í ár lögð áhersla á samstöðu og minnt á að krabbamein snerta hvert og eitt okkar á einhvern hátt einhvern tíma á lífsleiðinni og það á að sjálfsögðu meðal annars við um vinnustaði. Krabbameinsfélagið býður vinnuveitendum og samstarfsmönnum upp á ókeypis fræðsluerindi og ráðgjöf um hvernig hægt er að styðja við starfsmann við greiningu krabbameins, í meðferð, að meðferð lokinni og þegar snúið er aftur til vinnu. Hægt er að hafa samband í síma 800 4040 eða senda fyrirspurn á radgjof@krabb.is. Höfundur er sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu.
Bleikasta partý ársins í Höfuðstöðinni Eitt bleikasta partý ársins fór fram í Höfuðstöðinni í Elliðarárdal þar sem útgáfa Bleiku slaufunnar var fagnað. Hönnuðir slaufunnar í ár eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir Olesen og Unnur Eir Björnsdóttir. 11. október 2023 07:00
Heiðrar minningu móður sinnar með sköpunargleði og húmor „Mamma er almennt mjög mikil fyrirmynd hjá mér. Hún var svo mikill karakter og ég finn það alveg strax að hún er alltaf innblásturinn hjá mér,“ segir leikstjórinn og kvikmyndagerðakonan Birna Ketilsdóttir Schram. Hún er leikstjóri Bleiku slaufunnar í ár og er málefnið er henni afar kært en Birna missti móður sína, Örnu Schram, úr krabbameini í fyrra. 3. október 2023 07:01
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun