Handbolti

Flensburg kemur sér upp í fjórða sætið eftir stórsigur gegn Leipzig

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Teitur Örn og félagar í Flensburg báru sigur úr býtum í dag
Teitur Örn og félagar í Flensburg báru sigur úr býtum í dag

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar Flensburg vann tíu marka sigur gegn Leipzig.

Leikurinn var frekar jafn og spennandi í fyrri hálfleiknum en Flensburg tókst að komast tveimur mörkum yfir rétt áður en flautað var til hálfleiks og brunuðu svo algjörlega fram úr Leipzig í þeim seinni, lokatölur 34-24. 

Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk og gaf fjórar stoðsendingar í liði Flensburg, hinum megin í liði Leipzig voru þeir Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson. Viggó tókst að skora fimm mörk en Andri gerði aðeins eitt, báðir voru þeir svo með þrjár stoðsendingar. 

Flensburg fer með þessum sigri upp í 4. sæti deildarinnar, stigi fyrir ofan Rhein Neckar Löwen, en þeir eiga leik til góða. Leipzig hefur byrjað tímabilið illa, með tvo sigra í fyrstu átta leikjunum og situr í 12. sæti deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×