Galdrabrennur nútímans Kristján Ingimarsson skrifar 11. október 2023 14:00 Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Hér á landi var þetta meira tengt við galdra og sem dæmi má nefna að ef manneskja veiktist skepna drapst eða annað í þeim dúr, þá fór fólk að trúa því að þetta hefði verið gert með göldrum. Smátt og smátt magnaðist hið illa umtal þar til þeir sem voru taldir sökudólgar voru brenndir á báli við fögnuð almúgans. Horfandi á íslenskt þjóðfélag í dag þá veltir maður því fyrir sér hvort svo mikið hafi breyst. Öðru hvoru heyrir maður af eineltismálum þar sem ákveðinn hópur veitist að einstaklingi með ofbeldi, sem oft á tíðum sprettur af tortryggni, illu umtali og fáfræði með skelfilegum afleiðingum. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Með tilkomu samfélagsmiðla og stundum hjálp fjölmiðla er það alþekkt að almenningur dæmi einstaklinga seka fyrir meint brot þar sem almannadómurinn byggist á tortryggni, illu umtali og fáfræði og hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Nú svo gerist það að fólk kemur saman á Austurvelli og mótmælir hinu og þessu og krefst ýmissa hluta. Til dæmis kom fólk saman um liðna helgi til að mótmæla laxeldi. Þetta minnir líka á galdrabrennur miðalda þar sem trú fólks og viðhorf byggjast á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Fólk hefur kerfisbundið verið matað á röngum upplýsingum og ef sama lygin er sögð nógu oft fer fólk að trúa henni. Skiptir þá engu hvað vísindin segja, hvað þá raunveruleikinn. Því er haldið fram að laxeldinu fylgi mengun. Staðreyndin er sú að eldinu er stjórnað eftir ákveðnu kerfi og reglum þannig að ekki hljótist af mengun. Sem dæmi má nefna að í Berufirði hefur verið stundað eldi frá 2002 og þar eins og annarsstaðar er fjörðurinn vaktaður en aldrei hefur þessi meinta mengun fundist. Fáir virðast hafa áhuga á að kynna sér þetta eða trúa þessu enda er auðveldara að trúa því sem einhver kjaftaskúmur segir á Facebook. Því er haldið fram að eldislax útrými villtum stofnum. Hvergi í heiminum hefur eldislax útrýmt villtum stofnum og að mati færustu vísindamanna á þessu sviði þarf ágengni að vera að minnsta kosti 4% á hverju ári áratugum saman til þess að erfðablöndun nái að skerða hæfni stofns árinnar. Náttúruvalið er miskunnarlaust en hagstætt villtum stofnum. Einhverra hluta vegna trúir fólk samt frekar orðrómi en staðreyndum. Því er haldið fram að farið sé illa með eldislaxinn í kvíunum. Heldur fólk í alvöru að eldisbændur hugsi illa um fiskana sína? Það fólk hefur líklega ekki komið á fiskeldisstöð. Þegar sýndar eru myndir af eldislaxi eru jafnan valdar myndir af fáum einstaklingum sem hafa skaddast á meðan milljónir fallegra hraustra laxa synda um í vellystingum í kvíunum. Hafið þið heyrt talað um neikvæða rörsýn? Þetta er dæmi um slíkt. Neikvæð rörsýn: Þegar einblínt er á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir sýn á heildarmyndina. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna og hægt væri að kafa dýpra í þessi mál en líklega er það ekki til mikils, fólk trúir einfaldlega því sem það vill trúa án þess að vilja kynna sér málin of mikið. Eigum við að sætta okkur við að galdrabrennur af þessu tagi séu stundaðar hér á landi ennþá? Hvort sem um er að ræða fórnarlömb eineltis, fórnarlömb múgæsings eða hundruðir fjölskyldna um allt land sem hefur afkomu sína af laxeldi sem eru fórnarlömbin á meðan fólkið með kyndlana á Austurvelli sem alið hefur verið á fordómum er tilbúið að kveikja í og fagna. Höfundur er framleiðslu- og gæðastjóri hjá Búlandstindi ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á miðöldum voru stundaðar galdrabrennur og galdraofsóknir hér á landi og höfðu þær þá verið stundaðar í Evrópu um nokkurt skeið. Galdrabrennurnar byggðust á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Í Evrópu var alþekkt að kaþólska kirkjan vildi berjast gegn villutrúarmönnum sem talið var að þjónaði djöflinum. Hér á landi var þetta meira tengt við galdra og sem dæmi má nefna að ef manneskja veiktist skepna drapst eða annað í þeim dúr, þá fór fólk að trúa því að þetta hefði verið gert með göldrum. Smátt og smátt magnaðist hið illa umtal þar til þeir sem voru taldir sökudólgar voru brenndir á báli við fögnuð almúgans. Horfandi á íslenskt þjóðfélag í dag þá veltir maður því fyrir sér hvort svo mikið hafi breyst. Öðru hvoru heyrir maður af eineltismálum þar sem ákveðinn hópur veitist að einstaklingi með ofbeldi, sem oft á tíðum sprettur af tortryggni, illu umtali og fáfræði með skelfilegum afleiðingum. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Með tilkomu samfélagsmiðla og stundum hjálp fjölmiðla er það alþekkt að almenningur dæmi einstaklinga seka fyrir meint brot þar sem almannadómurinn byggist á tortryggni, illu umtali og fáfræði og hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar. Getur verið að þessu megi líkja við nútíma galdrabrennu? Nú svo gerist það að fólk kemur saman á Austurvelli og mótmælir hinu og þessu og krefst ýmissa hluta. Til dæmis kom fólk saman um liðna helgi til að mótmæla laxeldi. Þetta minnir líka á galdrabrennur miðalda þar sem trú fólks og viðhorf byggjast á tortryggni, illu umtali og fáfræði. Fólk hefur kerfisbundið verið matað á röngum upplýsingum og ef sama lygin er sögð nógu oft fer fólk að trúa henni. Skiptir þá engu hvað vísindin segja, hvað þá raunveruleikinn. Því er haldið fram að laxeldinu fylgi mengun. Staðreyndin er sú að eldinu er stjórnað eftir ákveðnu kerfi og reglum þannig að ekki hljótist af mengun. Sem dæmi má nefna að í Berufirði hefur verið stundað eldi frá 2002 og þar eins og annarsstaðar er fjörðurinn vaktaður en aldrei hefur þessi meinta mengun fundist. Fáir virðast hafa áhuga á að kynna sér þetta eða trúa þessu enda er auðveldara að trúa því sem einhver kjaftaskúmur segir á Facebook. Því er haldið fram að eldislax útrými villtum stofnum. Hvergi í heiminum hefur eldislax útrýmt villtum stofnum og að mati færustu vísindamanna á þessu sviði þarf ágengni að vera að minnsta kosti 4% á hverju ári áratugum saman til þess að erfðablöndun nái að skerða hæfni stofns árinnar. Náttúruvalið er miskunnarlaust en hagstætt villtum stofnum. Einhverra hluta vegna trúir fólk samt frekar orðrómi en staðreyndum. Því er haldið fram að farið sé illa með eldislaxinn í kvíunum. Heldur fólk í alvöru að eldisbændur hugsi illa um fiskana sína? Það fólk hefur líklega ekki komið á fiskeldisstöð. Þegar sýndar eru myndir af eldislaxi eru jafnan valdar myndir af fáum einstaklingum sem hafa skaddast á meðan milljónir fallegra hraustra laxa synda um í vellystingum í kvíunum. Hafið þið heyrt talað um neikvæða rörsýn? Þetta er dæmi um slíkt. Neikvæð rörsýn: Þegar einblínt er á eitt neikvætt smáatriði eða eina hlið á máli þangað til það byrgir sýn á heildarmyndina. Mörg fleiri dæmi er hægt að nefna og hægt væri að kafa dýpra í þessi mál en líklega er það ekki til mikils, fólk trúir einfaldlega því sem það vill trúa án þess að vilja kynna sér málin of mikið. Eigum við að sætta okkur við að galdrabrennur af þessu tagi séu stundaðar hér á landi ennþá? Hvort sem um er að ræða fórnarlömb eineltis, fórnarlömb múgæsings eða hundruðir fjölskyldna um allt land sem hefur afkomu sína af laxeldi sem eru fórnarlömbin á meðan fólkið með kyndlana á Austurvelli sem alið hefur verið á fordómum er tilbúið að kveikja í og fagna. Höfundur er framleiðslu- og gæðastjóri hjá Búlandstindi ehf.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar