Sport

Vann Evrópudeildina fyrir fjórum mánuðum en var rekinn í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Luis Mendilibar fær ekki að stýra Sevilla liðinu í fleiri leikjum.
Jose Luis Mendilibar fær ekki að stýra Sevilla liðinu í fleiri leikjum. EPA-EFE/Jeroen Putmans

Sevilla rak þjálfarann sinn Jose Luis Mendilibar í gær eftir slaka byrjun liðsins á tímabilinu.

Sevilla hefur aðeins unnið tvo af fyrstu átta leikjum sínum í spænsku deildinni eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Rayo Vallecano í umferð helgarinnar.

Sevilla er í fjórtánda sætinu með átta stig af mögulegum tuttugu og fjórum. Liðið hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Hinn 62 ára gamli Mendilibar tók við liðinu í mars og gerði það að Evrópudeildarmeisturum síðasta vor.

„Félagið vill þakka þjónustu Baska þjálfarans en hann mun ávallt vera hluti af sögu félagsins eftir að hafa unnið sjöunda Evrópudeildartitil félagsins,“ sagði félagið í yfirlýsingu.

Sevilla ákvað að nýta landsleikjahléið í að skipta um þjálfara og það dugði ekki Mendilibar að hafa unnið Evrópudeildina fyrir aðeins fjórum mánuðum síðan.

Næsti leikur liðsins er á móti Real Madrid 21. október áður en Arsenal kemur í heimsókn í Meistaradeildinni þremur dögum síðar. Nýr þjálfari fær því mjög krefjandi byrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×