Ég skipti engu máli í þessu – jú víst Magnús Guðmundsson skrifar 9. október 2023 09:01 Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Sjókvíaeldi Fiskeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Takk fyrir frábæran samstöðufund á Austurvelli laugardaginn 7.október. Takk skipuleggjendur og allir þeir sem komu fram á fundinum. Takk Guðlaugur Þór fyrir að mæta og taka við yfirlýsingu fundarins. Umhverfisógnin, sem gengur nú yfir, er ekki bara af því að regluverkið er slælegt. Laxaflóttinn í Patreksfirði er af mannavöldum, því fyrirtækið fylgdi ekki reglum. Umhverfisráðherra má ekki og getur ekki fríað sig af þeirri ógn, sem er að raungerast. Kynþroska eldislax syndir upp í bæði stórar og smáar ár, og snorklandi rekkafarar á eftir þeim með spjótin sín. Og þetta er að gerast á versta tíma þegar hrygning er að hefjast, og þessar ár eru að stórum hluta á friðuðum svæðum við Íslandsstrendur. Umhverfisstofnun, sem fellur undir Umhverfisráðuneytið, gefur út starfsleyfi fyrir skjókvíaeldi, sem kæranleg eru til umhverfisráðherra. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, þú skiptir því máli í laxeldisdeilunni. Þetta er á þínu borði. Strandsvæðaskipulag Strandsvæðaskipulag Vest- og Austfjarða, sem var samþykkt af Sigurði Inga innviðaráðherra í mars s.l. hefur áhrif á fjögur önnur ráðuneyti, Umhverfis-, Matvæla-, Dómsmála- og Háskóla-, Iðnaðar- og Nýsköpunarráðuneyti. Þetta á alla vega við í Seyðisfirði, þar sem mikill meirihluti íbúa hefur harðlega mótmælt sjókvíaeldi. Guðlaugur Þór umhverfisráðherra, ég ætla að benda á umhverfisþætti í Seyðisfirði, sem eru ekki í lagi og hafa ekki verið virtir fram að þessu, en ég vonast til að það breytist skv. orðum þínum í gær. Í umhverfismatsskýrslu er bara fjallað um tvo valkosti í Seyðisfirði, A og B, eins og kortin sýna, og að sjálfsögðu er A alltaf fyrsti valkostur, Seyðisfjörður án sjókvíaeldis. Í samþykktu strandsvæðaskipulagi er þetta kort hins vegar niðurstaðan. Grænt svæði í Skálanesbót hefur verið þurrkað út og nýtingarsvæðin öll stækkuð. Þetta kom ekki úr umhverfismati, eins og sést á kortunum fyrir ofan, og var aldrei kynnt og er kæranlegt til þín ef starfsleyfi verður gefið út á forsendum strandsvæðaskipulagsins. Þarna er hrygningarsvæði og uppeldissvæði fiska og fugla. Það hefði verið nær að stækka það og tengja við friðað sjófuglavarp í Skálanesbjargi. Þetta heyrir klárlega undir umhverfisráðherra. Ofanflóð Skv. minnisblaði Veðurstofu er svæðið SN2 í Selstaðavík á C-svæði vegna ofanflóða og reiknilíkan Veðurstofunnar vegna snjóflóða úr Brimnesfjalli lítur svona út, með 12 upptökusvæðum sem öll fara langt í sjó fram, allt að 700 m. Þú hefur sagt opinberlega að það þurfi að drífa í að kortleggja ofanflóðahættu bæði í þéttbýli og dreifbýli, verja það sem hægt er að verja og veita ekki leyfi fyrir nýjum mannvirkjum á hættusvæðum. Sjókvíarnar á þessu korti eru kolrangt staðsettar. Þær þurfa að færast miklu nær landi vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins, og auk þess vantar allar akkerisfestingar sjókvíanna og allt annað athafnasvæði þeirra inn á kortið. Þetta verður alltaf á snjóflóðahættusvæði og/eða inni í helgunarsvæði Farice-1. Guðlaugur Þór, Veðurstofan heyrir undir þig. Afhverju er þetta svæði ennþá opið fyrir starfsleyfisveitingar? Laxeldisfyrirtækið Ice Fish Farm sækir stíft í að komast í Seyðisfjörð þrátt fyrir allar þessar hindranir og umhverfisógnir. Í forsvari þess er Jens Garðar Helgason, sem jafnframt starfar í umboði umhverfisráðherra sem formaður ”Stýrihóps um landsáætlun um aðlögun að loftslagsbreytingum”. Þetta tvennt fer ekki saman. Nú treysta Seyðfirðingar því að þú standir við orð þín á Austurvelli í gær og orð þín um ofanflóðahættu. Fyrsta skrefið gæti verið að stuðla ekki að fleiri umhverfisslysum með nýjum leyfum. Út frá umhverfissjónarmiðum steinliggur þetta í Seyðisfirði. Náttúran verður látin víkja og tólf kvíar á snjóflóðasvæði eru bein ávísun á stórt umhverfisslys. Guðlaugur Þór, stattu nú við stóru orðin og brettu upp ermarnar. Þú skiptir víst máli. Starfsleyfi sjókvíaeldis eru gefin út af Umhverfisstofnun, sem heyrir undir þitt ráðuneyti. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar