Viðskipti innlent

Ný tegund net­svika beinist að heima­banka Ís­lendinga

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan biðlar til fólks um að temja sér tortryggni gagnvart hverskyns skilaboðum.
Lögreglan biðlar til fólks um að temja sér tortryggni gagnvart hverskyns skilaboðum. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu varar við nýju formi net­svika, svo­kölluðum smis­hing á­rásum. Þar er mark­miðið að yfir­taka heima­banka með al­var­legum af­leiðingum, að því er segir í til­kynningu lög­reglunnar. Fólk fái skila­boð sem líti út fyrir að vera frá þeirra við­skipta­banka.

Í til­kynningunni kemur fram að smis­hing sé form vef­veiða þar sem glæpa­menn senda út svikul skila­boð í formi SMS skila­boða. Segir að þetta hafi verið al­gengt form net­á­rása hér á Ís­landi.

Oftast sé um að ræða lygar um að pakki sé kominn til mót­takanda og tengill á síðu látinn fylgja með þar sem þarf að skrá kor­ta­upp­lýsingar til að greiða „smá“ gjald. Um sé að ræða al­gengasta form nets­vindls á Ís­landi. Skila­boðin séu oftast í nafni þekktra fyrir­tækja sem svindlararnir mis­nota.

Geta opnað kreditkort og jafnvel stofnað til skulda

Lög­regla segir að nú fái fólk skila­boð sem full­yrt er að séu frá bankanum þeirra. Þol­endur séu beðnir um að opna tengil og síðan stað­festa skráningu með raf­rænum skil­ríkjum.

„Þetta er gert til að komast inn á heima­banka við­komandi og í raun yfir­taka hann. Það er greini­legt að þessir glæpa­menn hafa góða þekkingu á virkni heima­banka og hvernig hægt er að milli­færa fé og jafn­vel stofna ný greiðslu­kort og virkja þau staf­rænt á símum glæpa­mannanna.“

Skýringarmynd lögreglunnar af svindlinu.

Fólk temji sér tortryggni

Lög­regla segir að þegar glæpa­menn hafi náð stjórn á heima­bankanum þá geti þeir gert ansi mikinn usla. Þeir geti stolið um­tals­verðum upp­hæðum og jafn­vel stofnað til skulda.

Lög­regla segir að fólk sem ekki tali ís­lensku að móður­máli virðist vera við­kvæmara fyrir þessari tegund svindls. Nú sé verið að gera varnir tryggari gegn þessu nýja svindli.

„En vandinn er að hluta til sá að brota­þolar eru sviknir til að stað­festa að­gerðir með raf­rænni auð­kenningu og hleypa þannig glæpa­mönnunum inn á heima­bankann sinn eins og þau væru að fara inn sjálf.“

Lög­regla beinir því til fólks að skoða gaum­gæfi­lega öll skila­boð sem miða að banka­við­skiptum og greiðslum og temja sér tor­tryggni gagn­vart þeim. Fólk skuli ekki treysta vöru­merkjum fyrir­tækja því þau sé mjög auð­velt að falsa í svika­skila­boðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×