Tryggvi Snær gekk til liðs við Bilbao í sumar frá Zaragoza en hann var liðsmaður Obradoiro fyrir nokkrum árum þegar hann var þar sem lánsmaður.
Tryggvi átti flottan leik fyrir Bilbao í kvöld þar sem liðið tryggði sér sinn annan sigur í þremur leikjum á tímabilinu.
Tryggiv skoraði 14 stig, tók 6 fráköst og varði 4 skot í 78-77 sigri Bilbao en hann lék í tæpar þrjátíu mínútur í leiknum. Hann var framlagshæsti leikmaður liðsins með 20 framlagsstig.
Í Belgíu átti Styrmir Snær Þrastarson góðan leik þegar lið hans Belfius Mons tapaði gegn Lueven Bears í belgísku deildinni í kvöld. Styrmir var stigahæstur með 19 stig í liði Belfius Mons sem tapaði 83-71.
Styrmir Snær og félagar eru án stiga eftir þrjár umferði í deildinni.