Mikilvægi félagslegs stuðnings fyrir ungmenni Ágúst Arnar Þráinsson skrifar 4. október 2023 11:30 Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Félagslegur stuðningur barna og unglinga er gífurlega mikilvægur í uppvexti barnanna okkar. Við munum það nú flest hvaða fólk það var í okkar nærsamfélagi og það hvernig það lét þér líða. Yfirleitt voru það vinir og skólafélagar en stundum félagsmiðstöðvastarfsmaðurinn, konan í mötuneytinu eða fólkið í sjoppunni. En allt þetta fólk hefur áhrif og hefur meðvitað og ómeðvitað haft áhrif á þitt líf. Í dag eru börn sem einangrast af einni eða annarri ástæðu. Þessi börn sem eru að einangrast eru mörg hver með færri tækifæri vegna til dæmis samskipta- eða aðgengisvandamála. Börn og unglingar læra mikið af vinum og jafningjum sem þau umgangast mest á hverjum tíma. Meðal jafningja kemur öryggið þar sem við getum spurt heimskulegu spurninganna sem maður spyr ekki í skólanum eða heima við matarborðið. Í samfélaginu okkar eru börn og unglingar mis virk í félagslífi og það eru margar ástæður þar að baki. En fötluð börn og unglingar eru oft sá hópur sem býr við skert tækifæri til tómstundaiðkunar. Þeirra félagsstarf er jafn mikilvægt og annara en samt hefur okkur sem samfélag illa tekist að ná að styðja þessi börn. Þau börn sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa flest tækifæri en þau eru háð ýmsum breytum. Til dæmis hvort það fái stuðning í félagsstarfinu. Það að bjóða uppá félagslegan stuðning fyrir fötluð börn og unglinga er ekki hugsað til að foreldrar þessara barna komist í vinnu eða að tryggja að þau séu ekki heima eftirlitslaus. Heldur einmitt til að tryggja að fötluð börn og ungmenni kynnist bestu útgáfunni af sjálfri sér og þeim sé tryggt að þau geti gert það í öruggu umhverfi. Það gerum við í gegnum samskipti, leiki og samvinnu. Fötluð börn og unglingar eiga að fá tækifæri til að eflast og styrkjast í frítímanum sínum og því er mikilvægt að þau fái þann félagslega stuðning sem þau þurfa til að verða hluti af samfélaginu. Við viljum öll að börnin okkar blómstri í leik og starfi, að þau verði besta útgáfan af sjálfum sér og séu hamingjusöm. Höfundur er tómstunda- og félagsmálafræðingur, og starfar sem forstöðumaður í Garðahrauni sem er sértæk frístund.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar