Eru sum sjálfsvíg þolanlegri en önnur? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar 4. október 2023 11:01 Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fagstjóri sálfræðiþjónustu Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu skrifar pistil um sjálfsvíg í Vísi í dag og hvað heilsugæslan er að gera til að koma í veg fyrir þau. Hún tekur fram að „mikilvægt er að hægt sé að vísa í viðeigandi meðferð ef [sjálfsvígs]matið bendir til undirliggjandi geðheilbrigðisvanda þar sem ómeðhöndlaður geðheilbrigðisvandi getur leitt til versnunar á einkennum.“ Ég veit varla hvort ég á að hlæja eða gráta. Það vita allir sem vilja vita að heilsugæslan vísar einhverfum frá geðheilbrigðisþjónustu. Ekki alveg öllum er vísað frá en það heyrir til algjörar undantekningar ef fólk kemst að. Fólki hefur jafnvel verið vísað frá geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslunnar vegna gruns um einhverfu. Það er sem sagt rétt að það er hægt að vísa einhverfum í meðferð í geðheilsuteymi eða í viðtöl á heilsugæslu en þeim er vísað frá vegna þess að ekki er til næg þekking á einhverfu. Það er til mikilsvirt rannsókn frá Svíþjóð sem sýnir fram á að næstum því tíu sinnum fleiri einhverfir látast af völdum sjálfsvíga en þeir sem eru ekki einhverfir. Ég endurtek einhverfir eru næstum tíu sinnum líklegri að deyja af völdum sjálfsvíga en óeinhverfir. Af þessum tölum er ljóst að þörf einhverfra eftir þjónustu er gífurleg. Samt er þeim neitað um geðheilbrigðisþjónustu í heilsugæslunni sökum vanþekkingar starfsmanna. Skoðum aðeins hvernig líkamlega heilbrigðiskerfið virkar. Ímyndum okkur að upp komi nýr veirusjúkdómur sem enginn hafi þekkingu á af því að hann er nýr. Köllum hann COVID-19. Hvað myndi gerast í heilbrigðiskerfinu? Myndi heilbrigðiskerfið vísa fólki frá í stórum stíl og segja við þekkjum þetta ekki? Nei, það var ekki það sem það gerðist. Í því tilfelli voru mannslíf metin svo mikils að fólk lagði á sig vinnu til finna út hvað ætti að gera. Það er í hæsta máta óeðlilegt að neita fólki um geðheilbrigðisþjónustu á grundvelli fötlunar, skerðingar eða frávika frá hefðbundnum þroska og er mannréttindabrot. Höfundur er sálfræðingur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun