Tveir fyrir einn í mannréttindum Sigmar Guðmundsson skrifar 4. október 2023 07:00 Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Alþingi Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Sú sérstaða byggist í raun á því að hér gildi önnur efnahagslögmál en úti í hinum stóra heimi. Önnur sérstaða er hversu langt við göngum í að brjóta á mannréttindum stórs hluta þjóðarinnar sem býr á höfuðborgarsvæðinu með því að láta atkvæði þess hóps vega miklu minna í þingkosningum en atkvæði fólks sem býr á öðrum stöðum á landinu. Misvægi atkvæða er miklu meira hér á landi en í nágrannalöndunum þrátt fyrir að Norðurlöndin öll séu með kjördæmaskiptingu. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi búa landsmenn við jafnt vægi atkvæða. Norðmenn hafa ekki gengið svo langt, en þar ríkir þó mun meira jafnræði með fólki í kosningum en á Íslandi. Munurinn var til dæmis þrefalt meiri hér en í Noregi í kosningunum 1997 og 1999. Þrisvar hefur það gerst að flytja þarf þingmenn á milli kjördæma til að bregðast við því að munurinn verði meiri en tvöfaldur. Það mun aftur gerast í næstu kosningum. Þetta þýðir að atkvæði þeirra sem búa í Norðvesturkjördæmi hefur nærri tvöfalt meira vægi en atkvæði þeirra sem búa í Suðvesturkjördæmi. Sá sem býr á Akranesi býr því við mun ríkari mannréttindi að þessu leyti en fólk búsett í Kjósarhreppi en einungis fáeinar mínútur tekur að aka þar á milli. Það vill nefnilega stundum gleymast í þessari umræðu að hinn heilagi kosningaréttur er partur af mannréttindum okkar allra. Við eigum öll rétt á því að hafa jöfn áhrif á þróun samfélagsins með atkvæði okkar og fyrirkomulag sem kalla mætti „tveir fyrir einn“ brýtur gegn þeirri grundvallarreglu. Nægir í því sambandi að benda á það sem ÖSE hefur sagt, og einnig Feneyjarnefnd Evrópuráðsins. Feneyjarnefndin er alveg skýr með að misvægi atkvæða eigi alls ekki að fara yfir 15 prósent og þá við sérstakar aðstæður. Við höfum það nærri 100 prósent hér. Mannréttindaskrifstofa Íslands telur það brjóta gegn jafnræðisreglum þeirra mannréttindasamninga og yfirlýsinga sem Ísland er aðili að. Jöfnun atkvæðavægis er mannréttindamál, flóknara er það ekki. Byggðarsjónarmiðum þarf að mæta með öðrum hætti en svona miklu inngripi inn í sjálfsögð réttindi fólks. Þá væri hægt að skrifa langt mál um það endemis rugl að okkar kerfi hefur ítrekað orðið til þess að flokkar sem sæti eiga á Alþingi fá ekki þingmannatölu í samræmi við atkvæðin sem greidd eru. Árið 2013 fékk Framsókn aukaþingmann á kostnað VG. Árið 2016 fékk Sjálfstæðisflokkur aukamann á kostnað VG og sá aukamaður var reyndar forsenda þess að hægt var að mynda ríkisstjórn að loknum þeim kosningum. Ef flokkarnir hefðu allir fengið menn í réttu hlutfalli við atkvæðin sem þeir fengu, hefði ekki verið hægt að mynda ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Árið 2017 fékk Framsókn einum þingmanni of mikið á kostnað Samfylkingar. Árið 2021 fékk svo Framsókn einn mann á kostnað Sjálfstæðisflokks. Þessu öllu er hægt að breyta með einfaldri lagasetningu. Frumvarp þess efnis liggur nú fyrir þinginu og ég trúi því varla að óreyndu að stjórnmálaflokkarnir geti ekki sameinast um breytingar á þessu úr sér gengna kerfi. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun