Hvar skildi pabbi vera á biðlistanum, ætli honum endist ævin að komast af þeim lista? Davíð Bergmann skrifar 28. september 2023 16:01 Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA? Það er alveg víst að dauðinn sækir okkur að lokum og skatturinn fylgir okkur ofan í gröfina, því hann vill fá 10% af því sem við höfum aflað okkur á lífsleiðinni þrátt fyrir að við höfum greitt skatt af því öllu áður. Hvað fáum við í staðinn, eitt er á hreinu, ekki viðeigandi aðstoð á efri árum. Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi. Það síðasta sem hann vann við áður en hann veiktist, þá orðinn 75 ára, var að gróðursetja sjö metra háar fánastangir með skóflu, jaka og járnkalli að vopni. Gróf eins metra djúpar holur og svo var 180 kg steini komið fyrir með lagni sem var boltaður við stöngina. Allt var þetta gert með handafli einu saman og þær skipta tugum, ef ekki hundruð um alla borg þessar fánastangir í dag. Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012. Maður hefði haldið, ekki síst vegna allra skattanna sem hann hefur greitt í gegnum árin að hann mætti hvíla sig og eiga áhyggjulaust ævikvöld, en nei hann hefur þurft að deila herbergi með þremur öðrum og tveir þeirra eru heilabilaðir sjúklingar, sem eru gargandi allan sólarhringinn. Hann er sjálfur með gott minni og er ekki að glíma við elliglöp. Eða eins og hann segir sjálfur ,,hausinn virkar fínt". Af hverju er honum komið fyrir á spítala, sem er rándýrt úrræði þegar hann ætti verið á hjúkrunarheimili? Ég er sannfærður að sagan hans pabba er ekki einstök. Ég heyrði frá hjúkrunarfræðingi um daginn, hún sagði mér að það séu 70-80 einstaklingar á spítalanum sem eiga hvergi annars staðar heima en á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þetta ástand er átakanlega slæmt og við feðgar orðið mjög varir við það þegar við höfum farið nokkrum sinnum, síðast liðinn einn og hálfan mánuð, á Bráðadeild Borgarspítalans. Þar eru allir gangar og stofur yfirfullar af veiku gömlu fólki og fíklum sem eru ráfandi um gangana og vita hvorki í þennan heim né annan. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn leysið þetta strax, í raun ættuð þið ekki að gera neitt annað en að kippa þessu í liðinn. Ef að stórfyrirtæki eins og m.a Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Samherji gátu fengið fé til rannsóknarverkefna og þróunarverkefna úr ríkiskassanum, sem var rúmur milljarður, þá hljótið þið að geta grafið upp fé til að setja í þennan málaklokk. Er það ekki meira aðkallandi en að dæla peningum skattgreiðanda í ríkustu fyrirtæki landsins. Ekki eyða tímanum í að rífast um hvort selja eigi áfengi í búðum eða ekki, klárið þetta mál svo fólkið sem byggði upp stoðþjónustuna fái að deyja með reisn. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang. Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa. Höfundur er hvítur miðaldra karlmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Davíð Bergmann Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvar skildi pabbi gamli vera í röðinni á biðlistanum að komast inn á hjúkrunarheimili orðinn 90 ára gamall, ætli honum endist ævin að KOMAST AF ÞEIM LISTA? Það er alveg víst að dauðinn sækir okkur að lokum og skatturinn fylgir okkur ofan í gröfina, því hann vill fá 10% af því sem við höfum aflað okkur á lífsleiðinni þrátt fyrir að við höfum greitt skatt af því öllu áður. Hvað fáum við í staðinn, eitt er á hreinu, ekki viðeigandi aðstoð á efri árum. Hvað fær pabbi gamli að loknu dagsverki, búinn að skila sínu til samfélagsins og vel það. Maður sem hefur aldrei stolið krónu, ekki þurft að vera með kennitöluna sína á flótta undan einu né neinu. Alla tíð unnið með tveimur jafn sterkum og aldrei verið í því að naga blýanta eða flytja speki eða reyna að hafa vit fyrir öðrum. Hann hefur þurft að lemja lífi í sængina út á ballarhafi til að geta lagst til hvílu því hún var frosin, þá nýkominn af dekki eftir að hafa verið að berja klakann utan af dallinum svo hann myndi ekki sökkva. Þetta var í kringum 1960, hvort sem hann var til sjós á síðutogurum vertíð eftir vertíð eða í landi þá vann hann vinnu sem krafðist líkamlegs erfiðis og útsjónarsemi. Það síðasta sem hann vann við áður en hann veiktist, þá orðinn 75 ára, var að gróðursetja sjö metra háar fánastangir með skóflu, jaka og járnkalli að vopni. Gróf eins metra djúpar holur og svo var 180 kg steini komið fyrir með lagni sem var boltaður við stöngina. Allt var þetta gert með handafli einu saman og þær skipta tugum, ef ekki hundruð um alla borg þessar fánastangir í dag. Verðskuldar ekki svona maður að eiga áhyggjulaust ævikvöld, tala nú ekki um þegar hann er í lífsloka meðferð. Læknavísindin geta ekki gert meira fyrir hann í dag en að lina þjáningar hans með lyfjum. Orðinn 90 ára með þrjár hjartalokur virkar af fjórum, æxli djúpt í lunga, krepptur af gigt og fætinum styttri vegna viðurkenndra læknamistaka. Hann finnur enn til draugaverkja í „fætinum“ þó svo að fóturinn hafi verið tekinn af árið 2012. Maður hefði haldið, ekki síst vegna allra skattanna sem hann hefur greitt í gegnum árin að hann mætti hvíla sig og eiga áhyggjulaust ævikvöld, en nei hann hefur þurft að deila herbergi með þremur öðrum og tveir þeirra eru heilabilaðir sjúklingar, sem eru gargandi allan sólarhringinn. Hann er sjálfur með gott minni og er ekki að glíma við elliglöp. Eða eins og hann segir sjálfur ,,hausinn virkar fínt". Af hverju er honum komið fyrir á spítala, sem er rándýrt úrræði þegar hann ætti verið á hjúkrunarheimili? Ég er sannfærður að sagan hans pabba er ekki einstök. Ég heyrði frá hjúkrunarfræðingi um daginn, hún sagði mér að það séu 70-80 einstaklingar á spítalanum sem eiga hvergi annars staðar heima en á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Þetta ástand er átakanlega slæmt og við feðgar orðið mjög varir við það þegar við höfum farið nokkrum sinnum, síðast liðinn einn og hálfan mánuð, á Bráðadeild Borgarspítalans. Þar eru allir gangar og stofur yfirfullar af veiku gömlu fólki og fíklum sem eru ráfandi um gangana og vita hvorki í þennan heim né annan. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn leysið þetta strax, í raun ættuð þið ekki að gera neitt annað en að kippa þessu í liðinn. Ef að stórfyrirtæki eins og m.a Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum og Samherji gátu fengið fé til rannsóknarverkefna og þróunarverkefna úr ríkiskassanum, sem var rúmur milljarður, þá hljótið þið að geta grafið upp fé til að setja í þennan málaklokk. Er það ekki meira aðkallandi en að dæla peningum skattgreiðanda í ríkustu fyrirtæki landsins. Ekki eyða tímanum í að rífast um hvort selja eigi áfengi í búðum eða ekki, klárið þetta mál svo fólkið sem byggði upp stoðþjónustuna fái að deyja með reisn. Megið þið hafa ævarandi skömm fyrir það þingmenn og sveitarstjórnarmenn að hafa ekki tekið þetta málefni af festu og alvöru því hér ríkir neyðarástand í málefnum aldraðra. Þið vitið það að samsetning þjóðar er þannig að lífaldur hækkar á ári hverju. Með allar þær þarfagreiningar sem þið hafið látið vinna og með alla þessa öldrunar sérfræðinga á ykkar snærum, þá á ekki koma á óvart að hér vanti sárlega legupláss fyrir gamla fólkið okkar. Það er engin afsökun að hafa ekki látið hendur standa fram úr ermum og setja þennan málaflokk í algjöran forgang. Þess vegna þarf að byrja að byggja strax þessi 700 hjúkrunarrými sem kemur til með að vanta eftir örfá ár á höfuðborgarsvæðinu. Hundskammist ykkar og hefjast handa. Höfundur er hvítur miðaldra karlmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun