Anna Úrsúla hefur nefnilega ráðið sig til starfa sem nýr verkefnisstjóri á skrifstofu Íþróttafélagsins Gróttu. Grótta segir frá þessu á miðlum sínum.
Anna er uppalin í Gróttu og vann tvo af sjö Íslandsmeistaratitlum sínum með Gróttu þegar hún kom síðast aftur heim á Seltjarnarnesið á árunum 2014 til 2017. Anna vann þá tvöfalt 2014-15 og svo Íslandsmeistaratitilinn árið eftir.
Anna Úrsúla kemur til Gróttu frá Eimskip þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri síðan árið 2013 en hún er stjórnmálafræðingur að mennt.
„Forsvarsmenn félagsins eru þess fullviss að með ráðningunni sé félagið að fá afar hæfan einstakling til starfa. Anna Úrsúla er mikill leiðtogi sem hefur gott lag að því að fá fólk í lið með sér. Það er mikill kostur í þeim verkefnum sem framundan eru á skrifstofu aðalstjórnar félagsins,“ segir í frétt á miðlum Gróttu.