Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika Jódís Skúladóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Fiskeldi Vinstri græn Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun