Freklega vegið að líffræðilegum fjölbreytileika Jódís Skúladóttir skrifar 26. september 2023 16:31 Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Fiskeldi Vinstri græn Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Það viðrar ekki vel til fiskeldis þessa dagana. Hver fréttin rekur aðra af slysasleppingum úr kvíum, umhverfisslysum fiskeldisfyrirtækja! Þetta er fordæmalaust og meira að segja forsvarsmenn fyrirtækjanna sjálfra viðurkenna að þetta getur ekki gengið svona áfram. Við sjáum nú varnaðarorð svo margra, til dæmis þeirrar er þetta ritar, raungerast. Við erum að tala um umhverfisslys af mjög alvarlegri sort. Líffræðilegur fjölbreytileiki er í uppnámi, verndun villtra íslenskra laxastofna er í hættu. Fyrirtækin bera mikla ábyrgð og þau þurfa að axla hana með einhverjum hætti. Stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum En við getum auðvitað ekki skellt allri ábyrgð á fyrirtækin, líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar um umgjörð sjókvíaeldis við Íslandstrendur sýndi okkur með svo skýrum hætti í byrjun árs. Hér ríkti hálfgert stjórnleysi í leyfis- og eftirlitsmálum þegar norsku fiskeldisfyrirtækin voru fyrst að hasla sér völl. Lobbíisminn fyrir fiskeldi var slíkur að öll umgjörð um fiskeldi var unnin á of miklum hraða sem leiddi til mikilla brotalama í regluverkinu eins og fyrrnefnd skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir svo skýrt í ljós. Af þessu þurfum við öll að læra og vaða ekki af stað í öðrum atvinnugreinum af jafn illa ígrunduðu máli og af sama hraða og stjórnleysi og gert var í fiskeldinu og þá langar mig sérstaklega að nefna orkugeirann. Matvælaráðherra gerir betur Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú í fyrsta sinn síðan að fiskeldi fór að skjóta hér rótum höfum við ráðherra í þessum málaflokki, Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem er virkilega umhugað um að hér sé vandað til verka. Það var eitt af hennar fyrstu verkum í embætti að óska eftir skýrslu Ríkisendurskoðunar auk þess sem hún boðaði, í fyrsta sinn, stefnumótun um lagareldi á Íslandi. Þessi stefnumótun verður birt í samráðsgátt stjórnvalda von bráðar. Landeldi er framtíðin Það verður ekki litið fram hjá því að fiskeldi hefur orðið mikla efnahagslega þýðingu. Bæði staðbundið á Austfjörðum og Vestfjörðum en líka fyrir þjóðarbúið allt. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að tryggja það að fiskeldi sé stundað í sátt við samfélög og náttúru. En að mínu mati eiga eldislaxar helst ekki að vera í sjókvíum yfirhöfuð. Mjög illa hefur gengið að tryggja öryggi og verndun náttúru í kringum sjókvíaeldi. Landeldi er framtíðin. En meðan eldi er leyft í opnum sjókvíum verða rekstraraðilar að tryggja öryggið og bera ábyrgð á því. Við verðum að geta treyst því að bæði innra og ytra eftirlit sé í lagi. Stjórnvöld bera ábyrgð á regluverkinu og þar skilar ráðherra málaflokksins ekki auðu. Matvælaráðherra mun leggja fyrir þingið í vetur heildarendurskoðun á lögum um fiskeldi og hefur lagt það til að fjármunum verði veitt bæði til Hafrannsóknarstofnunar og Fiskistofu til að bæta það eftirlit sem hér er augljóslega nauðsynlegt. Enginn getur skellt skollaeyrum við lengur Ég hef aftur og ítrekað fjallað um fiskeldi síðan ég byrjaði að taka þátt í stjórnmálum. Ég vildi óska að þegar við kölluðum varnaðarorð fyrir nokkrum árum, þegar félög voru stofnuð og sérfræðingar bentu á brotalamir, að fleiri hlustað. Það er sorglegt á að horfa hversu freklega hefur verið vegið að líffræðilegum fjölbreytileika og þannig íslenska laxastofninum og í ljósi nýjustu vendinga getur enginn skellt skollaeyrum við lengur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun