Skoðun

Svar við grein Samuel Rostøl

Jón Vigfús Guðjónsson skrifar

Þú hefur alveg sleppt því að fylgjast með áður en þú eyddir peningum í útblásturs mengandi flugsæti til Íslands peningar sem væru betur komnir hjá hungruðu fólki sem þá gætu keipt sér töluvert mikið af kjarngóðu hvalkjöti fyrir aurinn til dæmis.

Hugum aðeins að heimahögum þínum þú sveltandi maður.

Árið 1982 lagði alþjóða hvalveiðiráðið (IWC) til algert bann við hvalveiðum

Síðan þá hefur Noregur drepið yfir 15.000 hvali og er nú það land í heiminum sem drepur flesta hvali árlega. Aðeins tvö önnur lönd í heiminum stunda nú hvalveiðar í atvinnuskyni: Ísland og Japan. Sjálfur er ég mikill fylgjandi hvalveiða það er öllum til heilla að þær séu stundaðar.

Samt ber ég alveg virðingu fyrir þinni skoðun en er algerlega ósammála samt.

Frá friðuninni hafa Norðmenn drepið meira en 15.000 hvali. Fjöldi dýra sem leifilegt er að veiða fer vaxandi Árið 2022 var „kvótinn“ 917 dýr, og 1000 árið 2023 ég hef búið í Noregi í 13 ár og finnst alveg frábært að geta allt árið um kring keipt hvalkjöt í öllum helstu matvöruverslunum Noregs.

Þannig að kondu bara heim aftur þú svangi maður og ég skal gefa þér frítt að borða gott hvalkjöt í ýmsum útfærslum.

Höfundur býr í Hammerfest í Noregi sem er gamall hvalveiðibær


Tengdar fréttir

Hungur­verk­fall í 21 dag

Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.