Hungurverkfall í 21 dag Samuel Rostøl skrifar 23. september 2023 15:01 Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar