Hungurverkfall í 21 dag Samuel Rostøl skrifar 23. september 2023 15:01 Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ég heiti Samuel Rostøl og ég hef verið í hungurverkfalli fyrir hvalina síðan tilkynnti var að hvalveiðar myndu hefjast á ný. Þetta er mín leið til að mótmæla. Framlag mitt til málstaðarins er einfaldlega að borða ekki. Þótt ég sé að segja frá því þá er það mjög persónuleg ákvörðun, mín leið til að sýna hvölunum samstöðu og að mótmæla því að þeir séu veiddir. Mín leið til að segja ríkisstjórninni að mér býður við þeirri ákvörðun þeirra að leyfa áframhaldandi veiðar. Hluti af mér vill halda þessu áfram þar til ég örmagnast og þarfnast heilbrigðisþjónustu. Þegar þeir komu með fyrstu langreyðina í land sá ég strax að hún var með tvo skutla í sér. Að sjá fyrstu tvær langreyðarnar dregnar að landi eftir að hafa vonað það í svo langan tíma að þessar veiðar myndu ekki verða að veruleika aftur var hryllilegt. Þegar þú svo sérð tvo skutla í þeim þá veistu að þær dóu ekki samstundis. Seinna um daginn þegar ég kom heim þá sökk ég einhvern veginn bara saman, það var þá sem þetta varð raunverulegt. Þegar maður er að mynda og vinna slekkur maður á hugsununum en þarna helltust þær yfir mig eins og flóðbylgja. Það var ótrúlega sárt. Ég held að þetta sé þess virði. Þetta er ekki neitt. Þú getur þolað þetta. Þú getur haldið áfram. Þú segir þér að sú þjáning sem þú finnur sé ekkert miðað við þá þjáningu sem hvalir þurfa að líða þegar þeir eru skotnir með sprengiskutlum. Þegar þeir eru dregnir á eftir bátunum enn á lífi, hugsanlega svo skotnir aftur, þetta er ekki einu sinni þjáning miðað við það. Þetta er bara hungur. Ég get þetta, ég held áfram. Ég veit ekkert hvort þetta litla verkfall mitt muni breyta neinu. Það er engin leið að vita. Það má ekki koma í veg fyrir að ég geri það sem mér finnst mikilvægt. Hvort sem það breyti einhverju eða ekki þá vil ég geta horft tilbaka og vitað að ég gerði þó eitthvað. Það er mikill styrkur í einstaklingsframlagi og ég trúi því að allt sem við gerum skipti máli hvort sem aðrir taka eftir því eða ekki. Að leggja líkama sinn að veði er ein leið til að gera það. Höfundur er hvalavinur
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun