Handbolti

Haukur skoraði þrjú í sigri Ki­elce og Óðinn tryggði Kadet­ten sigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Óðinn Þór var magnaður í kvöld.
Óðinn Þór var magnaður í kvöld. Kadetten

Haukar Þrastarson var í liði Kielce sem vann stórsigur í pólsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Þá var Óðinn Þór Ríkharðsson atkvæðamikill í æsispennandi leik Kadetten Schaffhausen.

Haukur Þrastarson er að komast aftur af stað á handboltavellinum eftir erfið meiðsli síðustu misserin. Hann hefur verið að fá mínútur með Kielce síðustu vikur og í dag spilaði hann í stórsigri liðsins gegn Piotrkowianin Piotrkow.

Kielce vann nítján marka sigur 45-26 og skoraði Haukur þrjú marka liðsins. Kielce er í efsta sæti deildarinnar og hefur unnið sigra í öllum sex leikjum sínum til þessa.

Í Sviss var leikur Kadetten Schaffhausen og Kriens öllu meira spennandi en bæði lið eru að berjast í efri hluta svissnesku deildarinnar. Óðinn Þór Ríkharðsson fór mikinn í liði Kadetten, skoraði sjö mörk og varð markahæstur í liði gestanna.

Síðasta mark hans kom úr víti tveimur sekúndum fyrir leikslok og með því marki tryggði hann Kadetten Schaffhausen 30-29 sigur í leiknum.

Kadetten Schaffhausen lyftir sér upp í efsta sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með níu stig eftir fimm umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×