Götóttar kvíar og enn lekara regluverk Tómas Guðbjartsson skrifar 25. september 2023 07:00 Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Lax Umhverfismál Tómas Guðbjartsson Fiskeldi Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á Louisiana safninu í Danmörku er þetta risastóra verk eftir afríska listamenn - netamöskvar með gati í miðjunni. Því miður tengir maður strax við umhverfisslysið í Patreksfirði þar sem hátt í 4000 laxar sluppu út um gat á sjókví. Því synda nú kynbættir norskir laxar upp flestar laxveiðiár á Vestur- og Norðurlandi. Þessar kynbætur eru afar óæskilegar og vinna gegn þúsund ára aðlögun íslenska laxastofnsins og eðlilegu náttúruvali hans. Dagný Heiðdal Laxa-Tjernobyl Laxalekinn í Patreksfirði er sannkallað Tjernobyl fyrir íslenska laxinn - en líka sjókvíaeldi sem atvinnugrein. Laxarnir eru flestir kynþroska, eitthvað sem enginn átti von á og átti að fyrirbyggja með vetrarljósum - en var ekki gert! Því synda þessir norsku eldislaxar beint upp í laxveiðiár okkar til að hrygna - þar sem þeir blandast íslenska laxastofninum sem er einstakur á heimsvísu - og ber að vernda. Einnig er ljóst að viðvörunarbúnaður á kerjunum Arctic Fish sem láku var ekki til staðar og því uppgötvaðist lekinn alltof seint. Arctic Fúsk? Hér hefur Arctic Fish skitið á sig big tæm og ekki skrítið að gárungarnir kalli það Arctic Fúsk. Það eru jú bara 2 ár síðan 80.000 laxar sluppu úr kvíum Arnarlax, sem var katastrófa líka, en þeir fiskar voru minni og ekki kynþroska. Þá var sagt að þetta ætti ekki að geta gerst aftur! Tveimur árum síðar horfum við á norska froskmenn synda um laxveiðiár okkar og veiða eldislax með skotspjótum - sem er álíka súrrealistískt og atriði úr Fellinimynd. Viðbrögð Arctic Fish segja einnig allt um ruglið sem er í gangi, en þeir gátu varla beðið að láta áróðursmálgagn sitt, Bæjarins besta á Ísafirði, birta frétt um að ENGINN strokulax hefði veiðst í net þeirra! (https://www.bb.is/.../arctic-fish-enginn-sleppilax-i-netin/). Sú frétt eldist álíka illa og viðtal við Daníel Jakobsson framkvæmdastjóra Arctic Fish og fyrrverandi bæjarstjóra Ísafjarðar daginn eftir. Þar segir: "Á þessu stigi er ekki vitað hvort einhver fiskur slapp út úr kvínni eða hversu margir en rannsóknir á sleppifiskum hafa sýnt að fullvaxnir fiskar eru ólíklegari en yngri til að fara úr kvínni og að lífslíkur þeirra utan kvíar eru afar litlar þar sem fiskarnir eru illa færir um að bjarga sér. Þá minnka líkur á sleppingum ef götin eru ofarlega á kvínni". Fáránleg ritstjórnargrein Ekki nóg með að svona ruglfréttir birtist á síðum BB, heldur skrifar riststjórinn og alþingisamaðurinn fyrrverandi, Kristinn H. Gunnarsson, "tímamóta" ritstjórnargrein í málgagn sitt: Slysasleppingar - enginn skaði skeður (https://www.bb.is/.../slysasleppingar-enginn-skadi-skedur/)! Daginn eftir baðst Arctif Fish loks opinberlega afsökunar - með semingi þó - og norskir froskmenn á leiðinni til landsins í flugi. Vekjaraklukka? Allur þessi laxalekafarsi ætti að kenna okkur Íslendingum lexíu, en hætt við því að hann geri það ekki. A hverju er regluverkið í kringum sjókvíaeldi svo götótt hér á landi og viðurlög við lögbrotum í skötulíki? Af hverju eru leyfin seld til norskra auðhringa á brunaútsölu og hagnaði laumað úr landi? Í hvaða þróuðu þjóðfélögum tíðkast það að fyrrverandi ráðherrar og bæjarstjórar séu talsmenn slíkra fyrirtækja - og varðhundar þeirra á kostnað almenningshagsmuna? Þetta fyrirbæri kallast "revolving door" en fyrrverandi embættimenn af þessum kalíber þekkja jú best af öllum götin í regluverkinu, sem því miður er fjölmörg og auðveldar þessum risafyrirtækjum að beita "við komumst upp með þetta" strategíu. Ljóst er að endurmeta þarf frá grunni burðarþols- og áhættumat erfðablöndunar í íslensku sjókvíeldi. Vonandi verður þetta ömurlega umhverfisslys vekjaraklukka á íslenska þjóð og ráðamenn - en því miður höfum við enn eina ferðina öll sofið illilega yfir okkur þegar kemur að sjókvíaeldi.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun