Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða Anna Lilja Björnsdóttir og Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifa 22. september 2023 14:01 Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega hófst fjórði og síðasti hluti vitundarvakningar Jafnréttisstofu, Meinlaust, í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum. Í vitundarvakningunni eru raunverulegar frásagnir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi endursagðar í formi myndasagna. Í sögunum sést lítið brot af þeirri öráreitni sem konurnar verða fyrir, sem getur haft skaðleg, varanleg og hættuleg áhrif. Viðbrögðin við fjórða hluta Meinlaust hafa ekki látið á sér standa og aldrei hefur borið jafn mikið á hatursorðræðu og fordómum meðan á vitundarvakningunni hefur staðið, sem sýnir mikilvægi umræðunnar og varpar ljósi á vandamálið. Mörg ummælanna við myndasögurnar hafa borið merki haturorðræðu, þau eru niðurlægjandi og meiðandi og hafa jafnvel valdið kvíða og hræðslu. Rannsóknir hafa sýnt að hatursorðræða getur einnig leitt til þunglyndis, lélegrar sjálfsmyndar, svefnvandamála og einbeitingarskorts. Þau sem verða fyrir henni þurfa jafnvel að draga sig úr aðstæðum vegna álagsins sem henni fylgir, t.d. opinberri umræðu og þátttöku í félagastarfi. Þegar hatursorðræða er endurtekin þá er hún jarðvegur fordóma sem geta varað lengi. Þannig viðhelst útskúfunin, jaðarsetningin og niðurlægingin sem í verstu tilfellunum festir rætur og viðhorfin gagnvart hópunum verða almenn og viðurkennd. Rétt er að geta þess að mörg viðbragðanna hafa einnig verið mjög góð þar sem fólk hefur speglað sína eigin hegðun í myndunum og opnað augun fyrir því að sumt sem virkar í fyrstu meinlaust, jafnvel hrós eða góðlátleg athugasemd, getur verið skaðlegt fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og flokkast sem öráreitni. Þannig getur hver athöfn, umhverfisþáttur eða athugasemd sem er ef til vill ekki stórvægileg ein og sér aukið álagið á hópinn og gert jaðarstöðuna áþreifanlega. Sá fjöldi neikvæðra viðbragða núna þar sem kynþáttafordómar leka upp á yfirborðið í athugasemdum við myndirnar sem eru byggðar á sönnum frásögnum hafa komið aðstandendum Meinlaust á óvart. Þegar hatursorðræða verður slík að hún yfirtekur tjáningarfrelsið þá er lýðræðið í hættu. Í góðu og heilbrigðu lýðræðislegu samfélagi þurfa margar fjölbreyttar raddir að heyrast. Það breytist ekkert ef við lokum augunum fyrir hatri, fordómum og öráreitni. Opnum augun og stöndum saman! Höfundar eru sérfræðingar á Jafnréttisstofu.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun