Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn Ágúst Mogensen skrifar 22. september 2023 11:01 Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Mogensen Slysavarnir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ef þú fékkst sprungu í bílrúðuna í sumar og ert búinn að vera að hugsa um að láta laga hana þá er rétti tíminn núna. Með kólnandi veðri og frosti er hætta á að litla sprungan stækki ört og það er til mikils að vinna að koma í veg fyrir það. Með því að strjúka yfir skemmdina og setja bílrúðumiða yfir kemur þú mögulega í veg fyrir að skipta þurfi rúðunni út. Ef hægt er að gera við rúðuna þá borgar þú ekki neitt og velur margfalt umhverfisvænni leið til að leysa vandamálið. Þú borgar ekkert Ef skemmdin er minni en límmiðinn og ekki í sjónlínu ökumanns eru góðar líkur á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú borgar ekkert ef þú ert með bílrúðutryggingu, enga eigináhættu, ekki krónu. Framrúður eru sífellt að verða tæknilegri og um leið dýrari. Mikill breytileiki er í verðum þeirra eftir tegund og gerð ökutækja en ef miðað er við að meðalframrúðuskipti kosti 135.000 krónur og eigináhætta sé 25% þá spara eigendur ökutækja sér 33.750 krónur að meðaltali með viðgerð í stað rúðuskipta. Það munar um minna á komandi verðbólguvetri. Bílrúðumiðinn Ef þú færð sprungu í framrúðuna er gott að vera með bílrúðumiða við höndina til að auka líkurnar á að hægt sé að gera við rúðuna. Þú færð bílrúðumiða á skrifstofum tryggingarfélaga, mörgum verkstæðum og skoðunarstöðum. Með því að líma hann yfir skemmd helst sárið hreint þar til þú pantar tíma á verkstæði. Að láta gera við framrúðu er ókeypis, umhverfisvænt og tekur styttri tíma en ef henni er skipt út. Vandamálið er stórt Fjöldi rúða sem skemmast árlega á Íslandi eru sennilega um 17.000 og má þar kenna ýmsu um. Holur í vegum, lausamöl í kanti, slitlagsviðgerðir og malarvegir. Það er því miður mikið af lausu grjóti á vegum og götum. Ökumenn geta dregið úr líkum á grjótkasti með því að aka hægar í möl og halda fjarlægð við næsta bíl. Ekki vera sá sem spýtir grjóti í næsta bíl eða veldur lakkskemmdum. Skemmdar bílrúður trufla ökumenn við akstur og ef skemmdin er í sjónlínu ökumanns þarf að skipta um rúðuna. Framrúðan er hluti af burðarvirki bílsins og öryggismál að styrkur þess sé óskipt. Frostþensla Vatn sem þiðnar og frýs til skiptis sest í smæstu sprungur. Þegar vatnið breytist í ís þenst það út og hringrás hitabreytinga veldur því að litla sprungan sem þú tókst eftir í síðustu viku stækkar og stækkar. Þessi frostþensla á líka stóran þátt í að mynda holur og sprungur í vegina sem veldur því að mölin í undirlaginu kemur á yfirborðið og spýtist á rúður. Sjálfbærnivegferðin Viðgerð á rúðu þýðir að ekki þarf að flytja inn nýja rúðu til landsins og farga þeirri gömlu. Að meðaltali vegur hver framrúða í fólksbíl 13 kg og því má ætla, miðað við 17.000 rúður árlega, að 220 tonnum af gleri sé skipt út. Því fylgir tilheyrandi kolefnisspor og þess vegna eigum við að reyna að láta gera við rúðurnar í meira mæli. Undanfarin ár hefur hlutfall rúðuviðgerða verið um og undir 10% hjá Verði en félagið hefur sett sér metnaðarfullt markmið í ár og vill ná viðgerðum upp í 18%. Með betri viðgerðarbúnaði og aukinni umræðu er hlutfallið að hækka en við eigum að geta gert mun betur. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun