Viðskipti erlent

Katy Perry seldi réttinn að tón­list sinni fyrir þrjá­tíu milljarða

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Söngkonan er með yfir 50 milljónir mánaðarlegra hlustenda á Spotify.
Söngkonan er með yfir 50 milljónir mánaðarlegra hlustenda á Spotify. EPA

Bandaríska söngkonan Katy Perry hefur selt rétt að öllum fimm plötum hennar til útgáfufyrirtækisins Litmus Music fyrir 225 milljónir Bandaríkjadala, eða um þrjátíu milljarða króna. 

Tilkynnt var um söluna í gær. Um ræðir allar fimm plöturnar sem söngkonan gaf út með útgáfufyrirtækinu Capitol Records. Sú fyrsta, One of the Boys, kom út árið 2008 og sú síðasta, Smile, kom út árið 2020.

Meðal þeirra laga sem finna má á plötunum fimm eru víðfrægir smellir á borð við Firework, I Kissed a Girl, Dark Horse og Roar, en tvö síðastnefndu eru með yfir milljarð hlustana á tónlistarforritinu Spotify. Nú á Litmus Music réttinn að öllum tekjum af lögum Perry.

Samningurinn er sá stærsti sem gerður hefur verið af stökum tónlistarmanni á árinu. Í janúar seldi söngvarinn Justin Bieber fjárfestingafélaginu Hipgnosis Songs Capital réttinn að tónlistinni sinni fyrir 200 milljónir dala, eða um 29 milljarða króna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×