Dómafordæmi: Réttlæti hins sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar 19. september 2023 14:31 Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgefandi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins. Þetta var útskýrt í grein minni sem birt var 1. september síðast liðinn. Ég á erfitt með að skilja að dómur, sem ekki er útskýrður frá báðum hliðum, geti verið fordæmisgefandi. Að minnsta kosti vantar þar eitthvað verulega upp á. Fyrst og fremst er það í héraði sem dómar eru útskýrðir. Séu í dómsforsendum báðar hliðar málsins ekki útskýrðar finnst mér að Hæstiréttur, og nú einnig Landsréttur, eigi að vera skyldugur til að senda málið til baka til undirréttar, jafnvel til endurupptöku. Rekjanleiki dóma hlýtur að vera sjálf grunnstoð réttarkerfisins. Hvernig unnt sé að finna dóma um það mál sem er sambærilegast því sem um ræðir og hvers vegna dómurinn í því var kveðinn upp nákvæmlega eins og gert var en ekki einhvern veginn öðru vísi. Mikilvægast er að fyrir hendi sé sem best aðgengi að dómum ásamt auðveldustu og nákvæmustu flokkun þeirra sem völ er á. Samræmi í dómskerfinu er vart hugsanlegt án þess. Krafa almennings hlýtur að vera sú að unnt sé að rekja dóma eftir nákvæmum skilgreiningum þannig að öruggt sé að samræmi sé í dómum, sama hver eða hverjir eigi í hlut. Þetta þarf einnig að gera til þess að lögmenn geti upplýst viðskiptavini sína með nokkrum sanni hvernig ákveðið dómsmál muni fara sem lítur svona og svona út. Þetta nægir að vísu ekki. Dómskerfið þarf einnig að þróast í takt við þjóðfélagsbreytingarnar og tæknina á hverjum tíma og sívaxandi hraða breytinga í þjóðfélaginu. Tækni er að þróast með sívaxandi hraða. Vísindamenn fullyrða að það sé hreinlega náttúrulögmál að hraði breytinga muni sífellt herða á sér samkvæmt veldiskúrvu. Í því sambandi verður að benda á að Alþingi og dómstólar eru fornt fyrirbæri sem verður að þróa í takt við tímann. Hugsanlegt er að um 2040–2050 verði álíka miklar breytingar á mánuði og nú verða á einu ári. Athuga þarf að það er allt þjóðfélagið, ekki bara tæknin, sem er að breytast svona ört. Sem dæmi má nefna alls konar fjarvinnu sem nú ryður sér ört til rúms. Það verður að vera til aðili innan dómskerfisins sem fylgist grannt með þróuninni og tekur við og miðlar ábendingum varðandi hana. Hlutverk hans yrði að koma á framfæri breytingum um gildi ákveðinna sönnunargagna og dómsmeðferða sem síðan þarf að fá víðtækt samþykki innan dómarastéttarinnar. Þetta yrði gert opinbert þannig að það geti nýst öllum sem að dómsmálum koma og þyrfti að koma inn í dómaskýringar sem viðbótarupplýsingar. Væntanlega verður að setja lög um þessa starfsemi og hafa þarf hugfast að þörf verður á hraðari ákvarðanatökum eftir því sem árin líða. Þegar ný lög verða sett um meðferð einkamála, sem verður að gera sem allra fyrst, þarf að láta þau miðast við fyrirsjáanlegar tæknibreytingar næstu 10–15 árin. Þá munu þau hugsanlega ná að endast sæmilega þann tíma. Forðast þarf eins og heitan eldinn að svipað gerist og þegar Alþingi samþykkti lög um meðferð einkamála árið 1991sem áttu við þjóðfélagið 20 árum áður, það er árið 1970 eða jafnvel miklu fyrr. Í bókinni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi er að finna fyllri lýsingu á þessum málum.Þá má spyrja hvort það geti gengið mikið lengur að vera með dómskerfi sem miðast við þjóðfélagið frá því fyrir og jafnvel löngu fyrir 1970. Svarið hlýtur að vera nei, að þetta megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar