Auðlindin okkar – andsvar Daði Már Kristófersson skrifar 19. september 2023 13:31 Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Atli Hermannsson ritar grein á visir.is (sjá hér) þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum. Augljóst er af umfjöllun Atla að hann hefur ekki kynnt sér niðurstöður rannsóknarinnar sem ég fjallaði um. Ég ætla því að gefa áhugasömum lesendum tækifæri til þess. Erindið byggir á greininni Factors affecting greenhouse gas emissions in fisheries: evidence from Iceland's demersal fisheries, sem ég skrifaði ásamt kollegum mínum við Háskólann á Akureyri, þeim Hreiðari Valtýssyni og Stefáni Gunnlaugssyni og birtist í ICES Journal of Marine Science 2021. Í greininni er lagt mat á þróun kolefnisfótspors botnfiskveiða á Íslandi frá 1997 til 2018. Greinina má finna hér. Niðurstaða greinarinnar er að verulegur samdráttur hafi orðið í kolefnisspori allra útgerðarflokka, þó mestur í togveiðum. Rannsóknin beindist að því að kanna hvaða þættir, ef einhverjir, hefðu haft áhrif á þessa jákvæðu þróun. Eftirfarandi þættir voru kannaðir: stofnstæð, heildarveiði, verð afurða og aðfanga og tæknibreytingar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofnstærð hafi haft ráðandi áhrif, en að heildarveiði, fiskverð og olíuverð hafi einnig haft nokkur áhrif. Áhrif tæknibreytinga voru hins vegar ekki marktæk, sem kom okkur nokkuð á óvart. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið er samsett úr nokkrum kerfum. Þekktast þeirra er kvótakerfið, sem í raun ákvarðar hve stóran hluta heildaraflamarks hver útgerð má veiða. Ákvörðun heildaraflamarks, og þar með þróun stofnstærðar, er ákvörðuð af veiðiráðgjöf sem í tilfelli flestra botnfisktegunda ræðst af aflareglu. Mikilvægust er aflaregla þorsks. Aflaregla þorsks var endurskoðuð 2006 og aftur 2009. Síðan þá hefur veiðistofn þorsk vaxið mikið. Niðurstöður rannsóknarinnar undirstika að sterkir stofnar sem viðhaldið er með hóflegum veiðum skili umtalsverðum samdrætti í kolefnisfótspori fiskveiða. Ofveiði er útbreitt vandamál í heiminum, með neikvæðum áhrifum á fiskistofna og afkomu þeirra sem stunda sjávarútveg. Niðurstöður okkar benda til þess að vaxandi kolefnisfótspor veiða í heiminum sé nátengt þessari þróun. Íslendingar hafa, með skynsamlegri fiskveiðistjórnun, náð góðum árangri í að draga úr ofveiði, bæta arðsemi veiða og draga úr umhverfisáhrifum þeirra. Af því má draga lærdóm. Höfundur er prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun