Félagsleg samskipti eru forsenda góðrar heilsu Karen Björg Jóhannsdóttir skrifar 19. september 2023 12:31 Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Félagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Sjá meira
Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu. Hæfni einstaklinga til þess að mynda og viðhalda félagslegum tengslum er þó mjög misjöfn. Í nútímasamfélagi hættir okkur líka til að flýta okkur um of og það bitnar oft á samskiptum og samböndum við vini, ættingja og kunningja, þó að í grunninn viljum við langflest vera til staðar fyrir þau sem á þurfa að halda. Vinaverkefni Rauða krossins eru verkefni sem snúa að félagslegri þátttöku þeirra sem eftir því óska og rauði þráðurinn í okkar verkefnum er að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem búa við hana. Þessi félagslega þátttaka getur verið af ýmsu tagi og því eru útfærslur Vinaverkefna Rauða krossins mjög fjölbreyttar, en þær taka mið af þörfum þeirra einstaklinga sem óska eftir aðstoðinni. Í dag erum við með fjögur Vinaverkefni, en þau eru gönguvinir, heimsóknavinir, hundavinir og símavinir. Þau hafa öll notið mikilla vinsælda á undanförnum misserum. Aldurstakmarkið fyrir nýja sjálfboðaliða í Vinaverkefni Rauða krossins er 18 ár, en reyndar hafa verið gerðar einstaka undantekningar og það er gaman að segja frá því að yngsti starfandi sjálfboðaliði okkar er bara 14 ára gamall og fer í hópheimsóknir á vegum Vinaverkefna Rauða krossins ásamt sínum forsjáraðila. Félagsleg einangrun getur meðal annars haft bein áhrif á sjálfsöryggi, heilsu, hamingju og velferð einstaklinga. Í slæmum tilfellum félagslegrar einangrunar má sjá lakari sjálfstjórn, þunglyndi sem og skort á sjálfstrausti. En ef við leiðum okkur áfram í samskiptum við aðra með ábyrgð, virðingu og viðurkenningu að leiðarljósi er leikur einn að ýta undir bjartsýni og valdeflingu hjá þeim einstaklingum sem á því þurfa að halda. Með viðeigandi aðstoð til að rjúfa félagslega einangrun höfum við hjá Vinaverkefnum Rauða krossins séð viðhorf einstaklinga breytast og í beinu framhaldi af því sjáum við oft meiri virkni á sviðum sem kannski reyndust yfirþyrmandi áður fyrr. Jákvæðni, góð samskipti og virðing fyrir náunganum hafa nefnilega reynst afar vel fyrir félagslega heilsu, hvort sem það er í Vinaverkefnum Rauða krossins eða annars staðar. Verum dugleg að stunda góð samskipti, því góð samskipti eru forsenda þess að líða vel. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum. Vantar þig félagsskap? Viltu veita félagsskap og taka þátt í verkefnum hjá Rauða krossinum? Lumar þú á góðri hugmynd um hvernig við getum dregið úr félagslegri einangrun? Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent okkur póst á : vinaverkefni@redcross.is Við minnum líka á Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is. Þeir sem vilja styrkja starf Rauða krossins geta líka gert það með því að gerast Mannvinir á heimasíðu félagsins, www.raudikrossinn.is. Höfundur er verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins á Íslandi.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar