Má Landsvirkjun henda milljörðum? Rafnar Lárusson skrifar 20. september 2023 08:01 Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Fullyrðingar heyrast um verið sé að blekkja neytendur og eyðileggja hreina ímynd íslenskrar orkuvinnslu og nokkuð algengt er að upprunaábyrgðum sé ruglað saman við losunarkvóta. Það er ekki svo. Flestum er tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni virkjun beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Í því kerfi þarf að gæta þess að varan sé bara seld einu sinni. Ekkert orkufyrirtæki má selja fleiri upprunaábyrgðir en sem nemur þeirri orku sem það sannarlega vinnur. Með þessu kerfi varð til ný, verðmæt útflutningsvara. Græni hlutinn af endurnýjanlegri orkuframleiðslu Íslendinga varð að sjálfstæðum verðmætum. Þessu má líkja við göngu makríls inn í íslenska landhelgi. Fyrstu árin var þetta bara eins og lítil torfa en eftir því sem verðið hefur hækkað og eftirspurnin aukist eru íslenskar upprunaábyrgðir að verða að heilli makrílgöngu. Ef Íslendingar tækju þá ákvörðun að taka ekki þátt í þessu evrópska kerfi upprunaábyrgða, þá værum við annars vegar að kasta milljarða verðmætum á glæ og hins vegar þyrftu íslensk fyrirtæki, sem vilja fá sína orkunotkun vottaða, að kaupa upprunaábyrgðir að utan, til dæmis frá Noregi. Með þátttökunni gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og þannig skila þær meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins. Orkan okkar áfram 100% græn Þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. umhverfismiðaðs fyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa grænu orkuna sem upprunaábyrgðirnar kveða á um úr bókhaldinu hérna heima og færa inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Auðvitað kemur spánskt fyrir sjónir að sjá fullyrðingar á rafmagnsreikningi um að hér komi kol eða kjarnorka við sögu en allir ættu að vita að svo er ekki. Þær upplýsingar eru eingöngu þarna til að vega upp á móti sölu upprunaábyrgðanna. En hvers vegna erum við yfir höfuð að selja þessar ábyrgðir? Stutta svarið er: Af því að það er ekkert skaðlegt við sölu þeirra, þvert á móti, það er markaður fyrir þær og orkufyrirtæki þjóðarinnar fær milljarða króna í kassann. Bættur hagur orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar kemur öllum vel. Af hverju ættum við ekki að selja þær? Salan þýðir í raun að við fáum hærra verð fyrir raforkuna sem við framleiðum. Meiri tekjur skila hærri arði til þjóðarinnar og auðvelda okkur uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. En það er einmitt þessi jákvæði tilgangur kerfisins, að kaupandi upprunaábyrgða er að styðja orkufyrirtæki til þess að byggja upp endurnýjanlega orku. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða 1 milljarður króna. Árið 2022 voru tekjurnar tæpir 2 milljarðar. Á þessu ári stefnir í um 4 milljarða tekjur af sölunni og við gerum okkur vonir um 5 milljarða á næsta ári. Hámörkum afrakstur orkulinda Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Ef Landvirkjun seldi allar upprunaábyrgðir sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins gætu tekjurnar af þeirri sölu numið 15 milljörðum árlega. Væru eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, sáttir ef við neituðum að selja upprunaábyrgðir og yrðum af þessum tekjum? Mættum við haga okkur með svo óábyrgum hætti? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala upprunaábyrgða fellur afar vel að því hlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Fullyrðingar heyrast um verið sé að blekkja neytendur og eyðileggja hreina ímynd íslenskrar orkuvinnslu og nokkuð algengt er að upprunaábyrgðum sé ruglað saman við losunarkvóta. Það er ekki svo. Flestum er tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni virkjun beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Í því kerfi þarf að gæta þess að varan sé bara seld einu sinni. Ekkert orkufyrirtæki má selja fleiri upprunaábyrgðir en sem nemur þeirri orku sem það sannarlega vinnur. Með þessu kerfi varð til ný, verðmæt útflutningsvara. Græni hlutinn af endurnýjanlegri orkuframleiðslu Íslendinga varð að sjálfstæðum verðmætum. Þessu má líkja við göngu makríls inn í íslenska landhelgi. Fyrstu árin var þetta bara eins og lítil torfa en eftir því sem verðið hefur hækkað og eftirspurnin aukist eru íslenskar upprunaábyrgðir að verða að heilli makrílgöngu. Ef Íslendingar tækju þá ákvörðun að taka ekki þátt í þessu evrópska kerfi upprunaábyrgða, þá værum við annars vegar að kasta milljarða verðmætum á glæ og hins vegar þyrftu íslensk fyrirtæki, sem vilja fá sína orkunotkun vottaða, að kaupa upprunaábyrgðir að utan, til dæmis frá Noregi. Með þátttökunni gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og þannig skila þær meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins. Orkan okkar áfram 100% græn Þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. umhverfismiðaðs fyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa grænu orkuna sem upprunaábyrgðirnar kveða á um úr bókhaldinu hérna heima og færa inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Auðvitað kemur spánskt fyrir sjónir að sjá fullyrðingar á rafmagnsreikningi um að hér komi kol eða kjarnorka við sögu en allir ættu að vita að svo er ekki. Þær upplýsingar eru eingöngu þarna til að vega upp á móti sölu upprunaábyrgðanna. En hvers vegna erum við yfir höfuð að selja þessar ábyrgðir? Stutta svarið er: Af því að það er ekkert skaðlegt við sölu þeirra, þvert á móti, það er markaður fyrir þær og orkufyrirtæki þjóðarinnar fær milljarða króna í kassann. Bættur hagur orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar kemur öllum vel. Af hverju ættum við ekki að selja þær? Salan þýðir í raun að við fáum hærra verð fyrir raforkuna sem við framleiðum. Meiri tekjur skila hærri arði til þjóðarinnar og auðvelda okkur uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. En það er einmitt þessi jákvæði tilgangur kerfisins, að kaupandi upprunaábyrgða er að styðja orkufyrirtæki til þess að byggja upp endurnýjanlega orku. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða 1 milljarður króna. Árið 2022 voru tekjurnar tæpir 2 milljarðar. Á þessu ári stefnir í um 4 milljarða tekjur af sölunni og við gerum okkur vonir um 5 milljarða á næsta ári. Hámörkum afrakstur orkulinda Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Ef Landvirkjun seldi allar upprunaábyrgðir sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins gætu tekjurnar af þeirri sölu numið 15 milljörðum árlega. Væru eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, sáttir ef við neituðum að selja upprunaábyrgðir og yrðum af þessum tekjum? Mættum við haga okkur með svo óábyrgum hætti? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala upprunaábyrgða fellur afar vel að því hlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun