Má Landsvirkjun henda milljörðum? Rafnar Lárusson skrifar 20. september 2023 08:01 Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Fullyrðingar heyrast um verið sé að blekkja neytendur og eyðileggja hreina ímynd íslenskrar orkuvinnslu og nokkuð algengt er að upprunaábyrgðum sé ruglað saman við losunarkvóta. Það er ekki svo. Flestum er tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni virkjun beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Í því kerfi þarf að gæta þess að varan sé bara seld einu sinni. Ekkert orkufyrirtæki má selja fleiri upprunaábyrgðir en sem nemur þeirri orku sem það sannarlega vinnur. Með þessu kerfi varð til ný, verðmæt útflutningsvara. Græni hlutinn af endurnýjanlegri orkuframleiðslu Íslendinga varð að sjálfstæðum verðmætum. Þessu má líkja við göngu makríls inn í íslenska landhelgi. Fyrstu árin var þetta bara eins og lítil torfa en eftir því sem verðið hefur hækkað og eftirspurnin aukist eru íslenskar upprunaábyrgðir að verða að heilli makrílgöngu. Ef Íslendingar tækju þá ákvörðun að taka ekki þátt í þessu evrópska kerfi upprunaábyrgða, þá værum við annars vegar að kasta milljarða verðmætum á glæ og hins vegar þyrftu íslensk fyrirtæki, sem vilja fá sína orkunotkun vottaða, að kaupa upprunaábyrgðir að utan, til dæmis frá Noregi. Með þátttökunni gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og þannig skila þær meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins. Orkan okkar áfram 100% græn Þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. umhverfismiðaðs fyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa grænu orkuna sem upprunaábyrgðirnar kveða á um úr bókhaldinu hérna heima og færa inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Auðvitað kemur spánskt fyrir sjónir að sjá fullyrðingar á rafmagnsreikningi um að hér komi kol eða kjarnorka við sögu en allir ættu að vita að svo er ekki. Þær upplýsingar eru eingöngu þarna til að vega upp á móti sölu upprunaábyrgðanna. En hvers vegna erum við yfir höfuð að selja þessar ábyrgðir? Stutta svarið er: Af því að það er ekkert skaðlegt við sölu þeirra, þvert á móti, það er markaður fyrir þær og orkufyrirtæki þjóðarinnar fær milljarða króna í kassann. Bættur hagur orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar kemur öllum vel. Af hverju ættum við ekki að selja þær? Salan þýðir í raun að við fáum hærra verð fyrir raforkuna sem við framleiðum. Meiri tekjur skila hærri arði til þjóðarinnar og auðvelda okkur uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. En það er einmitt þessi jákvæði tilgangur kerfisins, að kaupandi upprunaábyrgða er að styðja orkufyrirtæki til þess að byggja upp endurnýjanlega orku. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða 1 milljarður króna. Árið 2022 voru tekjurnar tæpir 2 milljarðar. Á þessu ári stefnir í um 4 milljarða tekjur af sölunni og við gerum okkur vonir um 5 milljarða á næsta ári. Hámörkum afrakstur orkulinda Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Ef Landvirkjun seldi allar upprunaábyrgðir sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins gætu tekjurnar af þeirri sölu numið 15 milljörðum árlega. Væru eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, sáttir ef við neituðum að selja upprunaábyrgðir og yrðum af þessum tekjum? Mættum við haga okkur með svo óábyrgum hætti? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala upprunaábyrgða fellur afar vel að því hlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Rekstur hins opinbera Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Fullyrðingar heyrast um verið sé að blekkja neytendur og eyðileggja hreina ímynd íslenskrar orkuvinnslu og nokkuð algengt er að upprunaábyrgðum sé ruglað saman við losunarkvóta. Það er ekki svo. Flestum er tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni virkjun beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Í því kerfi þarf að gæta þess að varan sé bara seld einu sinni. Ekkert orkufyrirtæki má selja fleiri upprunaábyrgðir en sem nemur þeirri orku sem það sannarlega vinnur. Með þessu kerfi varð til ný, verðmæt útflutningsvara. Græni hlutinn af endurnýjanlegri orkuframleiðslu Íslendinga varð að sjálfstæðum verðmætum. Þessu má líkja við göngu makríls inn í íslenska landhelgi. Fyrstu árin var þetta bara eins og lítil torfa en eftir því sem verðið hefur hækkað og eftirspurnin aukist eru íslenskar upprunaábyrgðir að verða að heilli makrílgöngu. Ef Íslendingar tækju þá ákvörðun að taka ekki þátt í þessu evrópska kerfi upprunaábyrgða, þá værum við annars vegar að kasta milljarða verðmætum á glæ og hins vegar þyrftu íslensk fyrirtæki, sem vilja fá sína orkunotkun vottaða, að kaupa upprunaábyrgðir að utan, til dæmis frá Noregi. Með þátttökunni gerum við orkuauðlindir okkar enn verðmætari og þannig skila þær meiru inn í sameiginlega sjóði samfélagsins. Orkan okkar áfram 100% græn Þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. umhverfismiðaðs fyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa grænu orkuna sem upprunaábyrgðirnar kveða á um úr bókhaldinu hérna heima og færa inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Auðvitað kemur spánskt fyrir sjónir að sjá fullyrðingar á rafmagnsreikningi um að hér komi kol eða kjarnorka við sögu en allir ættu að vita að svo er ekki. Þær upplýsingar eru eingöngu þarna til að vega upp á móti sölu upprunaábyrgðanna. En hvers vegna erum við yfir höfuð að selja þessar ábyrgðir? Stutta svarið er: Af því að það er ekkert skaðlegt við sölu þeirra, þvert á móti, það er markaður fyrir þær og orkufyrirtæki þjóðarinnar fær milljarða króna í kassann. Bættur hagur orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar kemur öllum vel. Af hverju ættum við ekki að selja þær? Salan þýðir í raun að við fáum hærra verð fyrir raforkuna sem við framleiðum. Meiri tekjur skila hærri arði til þjóðarinnar og auðvelda okkur uppbyggingu grænnar orkuvinnslu. En það er einmitt þessi jákvæði tilgangur kerfisins, að kaupandi upprunaábyrgða er að styðja orkufyrirtæki til þess að byggja upp endurnýjanlega orku. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölu upprunaábyrgða 1 milljarður króna. Árið 2022 voru tekjurnar tæpir 2 milljarðar. Á þessu ári stefnir í um 4 milljarða tekjur af sölunni og við gerum okkur vonir um 5 milljarða á næsta ári. Hámörkum afrakstur orkulinda Verð upprunaábyrgða hefur hækkað mikið. Ef Landvirkjun seldi allar upprunaábyrgðir sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins gætu tekjurnar af þeirri sölu numið 15 milljörðum árlega. Væru eigendur Landsvirkjunar, íslenska þjóðin, sáttir ef við neituðum að selja upprunaábyrgðir og yrðum af þessum tekjum? Mættum við haga okkur með svo óábyrgum hætti? Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem okkur er trúað fyrir, með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala upprunaábyrgða fellur afar vel að því hlutverki. Höfundur er framkvæmdastjóri Fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun