Getum við öll verið leiðtogar? Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 16. september 2023 13:30 Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar