Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt Friðrik Sigurðsson skrifar 16. september 2023 11:30 Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samgöngur Norðurþing Byggðamál Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Flugfélagið Ernir hefur í rúman áratug flogið reglulegt áætlunarflug til og frá Húsavík án þess að þörf hafi verið á því að styrkja flugleiðina sérstaklega með framlögum. Það hefur því verið félagið og viðskiptavinir þess sem hafa kostað flugið og félagið sjálft tekið þá áhættu sem af því hlýst að reka flugleiðina. Skýrsla sem unnin var fyrir Innanríkisráðuneytið um félagshagfræðileg greiningu á framtíð áætlunarflugs innanlands á Íslandi sýnir svart á hvítu að flugleiðin milli Húsavíkur og Reykjavíkur er þjóðhagslega hagkvæm. Afleiðingar Covid hafa hins vegar haft áhrif á nýtingu í innanlandsflugi og ljóst er að það tekur tíma að ná henni aftur. Það er mitt mat að langtímaáhrif þess að flug legðist af til Húsavíkur séu alvarlegar, ekki eingöngu fyrir íbúa í Þingeyjarsýslu heldur einnig alla landsmenn þar sem Flugfélagið Ernir hefur sinnt áríðandi sjúkraflugi með líffæraþega til útlanda. Ef félagið þarf að fækka flugvélum og flugmönnum veikir það getu okkar sem þjóðar að sinna þessu nauðsynlega verkefni. Við sem þjóð ættum ekki að þurfa að deila um það að við viljum halda landinu okkar í byggð og veita íbúum í dreifðum byggðum lífskjör sem eru sambærileg við það sem þekkist í þéttbýlinu við Faxaflóa.Fjárfesting samfélagsins í slíku með tímabundnum stuðningi við áframhaldandi flug á þessari flugleið er lítil fjárhæð sé miðað við þann ábata sem af því hlýst til heildarinnar. Ég vil hvetja þingmenn, ráðherra og sveitarstjórnarfólk að beita sér í málinu og taka til máls og kynna sér upplýsingar og gögn um þetta brýna verkefni, sama á við um íbúa hvar sem er á landinu. Málið er stærra en svo að það hafi bara áhrif í Þingeyjarsýslu! Höfundur er flugrekstrarfræðingur & Þingeyingur.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun