Flokkun úrgangs við heimili gengur vonum framar! Valdimar Víðisson skrifar 15. september 2023 08:30 Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun