Flokkun úrgangs við heimili gengur vonum framar! Valdimar Víðisson skrifar 15. september 2023 08:30 Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Sorpa Sorphirða Umhverfismál Reykjavík Mosfellsbær Seltjarnarnes Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þann 1. janúar sl. tóku gildi ný lög í úrgangsmálum. Þessar lagabreytingar hafa verið kallaðar hringrásarlögin en markmið laganna snýst aðallega um að draga úr myndun úrgangs og stuðla að myndun hringrásarhagkerfis hér á landi. Stærstu breytingarnar fyrir almenning snúa að meðhöndlun úrgangs við heimili en nú þurfa öll heimili að flokka pappír, plast, matarleifar og svokallaðan blandaðan úrgang sem ekki er hægt að endurvinna. Þeir sem ekki vita hvað á nákvæmlega að fara í blandaðan úrgang geta nálgast þær upplýsingar á heimasíðu SORPU. Auk þessara fjóra flokka við heimili þá ber okkur einnig að flokka textíl, málma, gler og spilliefni sem við förum þá með á grenndarstöðvar og endurvinnslustöðvar. Sveitarfélög hófu innleiðingu á þessu breytta verklagi í samræmi við ný lög í upphafi árs. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur innleiðing gengið vonum framar. Sveitarfélög hafa staðið vel að upplýsingagjöf til íbúa og einnig komið tunnum vel og örugglega til þeirra. Starfsmenn sveitarfélaga eiga hrós skilið fyrir hversu vel hefur verið staðið að þessu. Í raun unnið þrekvirki á ekki lengri tíma en þetta. Innleiðingu er ekki lokið því enn á víðast hvar eftir að koma upp grenndarstöðvum fyrir málma og gler. Árangur hér á höfuðborgarsvæðinu í magntölum Þegar borin eru saman tímabilin frá janúar – ágúst í ár og á síðasta ári kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðinu hafa heldur betur tekið vel í þessar breytingar. Það ber að hafa í huga að tunnur fóru fyrst að berast íbúum höfuðborgarsvæðisins í maí. Magn blandaðs úrgangs hefur dregist saman um rúmlega 2500 tonn. Tæplega 1200 tonn af matarleifum hafa safnast við heimili íbúa. Plastsöfnun við heimili hefur tæplega tvöfaldast, var 580 tonn á tímabilinu. Pappír og pappi hefur dregist saman um 250 tonn á tímabilinu. Stór áhrifaþáttur er væntanlega að útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt. Þetta er algjörlega frábær árangur. Næsta verkefni er svo að byggja upp og efla grenndarstöðvar. Hafa losun þeirra samræmda og skilvirka. Einnig að tryggja að umgengni sé góð og það verður meðal annars gert með því að núna verður skylda að hafa skynjara í gámunum á grenndarstöðvum sem láta vita þegar þeir eru að verða fullir. Með hringrásarlögunum hefur orðið vitundarvakning meðal landsmanna. Við erum að standa okkur vel eins og magntölurnar sýna. Og við ætlum að sjálfsögðu að gera enn betur. Verum öll áfram samtaka í þessu verkefni. Höfundur er stjórnarformaður SORPU og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun