Fjármögnun búnaðar vegna almannavarna á herðum einstakra sveitarfélaga Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar 12. september 2023 11:30 Síðustu ár hefur umræðan um búnaðarmál og menntun slökkviliða stöðugt aukist í tengslum við gróðurelda og aðrar almannavarnir. Í tengslum við þá umræðu voru skipaðir einhverjir starfshópan og nefndir m.a. var skipuð nefnd af ráðherra árið 2020 til að fara yfir þessi mál sem í framhaldinu skilaði inn skýrslu til HMS. Nefndina skipuðu reynslumiklir slökkviliðstjórar en sömuleiðis höfðu aðkomu af nefndinni aðilar frá Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum, Landhelgisgæslunni og HMS. Í þeirri skýrslu var m.a. nákvæmlega farið yfir búnaðarþörf í tengslum við viðbrögð m.v. landssvæðaskiptingu, forvarnarstarf og tækifæri sem gætu falist í sameiginlegum búnaði slökkviliða til að bregðast við gróðureldum. Því miður þá virðist sem ekki hafi verið unnið frekar með þá skýrslu eða aðrar þær tillögur sem var skilað inn eins og lagt var upp með. Í áhættumati almannavarna (2011) kemur fram að gróðureldahætta á Íslandi hafi aukist. Með hlýnandi veðurfari, breytingum á landbúnaði minnkandi beit og aukinni skógrækt hafa aðstæður breyst mikið á síðustu árum. Jafnfram hefur heilsárs búsetu á frístundasvæðum aukist í tengslum við þróun um störf óháð staðsetningu Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka Starfssvæði slökkviliðs Borgarbyggðar er dæmi um eitt áhættumesta gróðureldasvæði á landinu, sama má segja um starfssvæði Brunavarna Árnessýslu.En staðreyndin er sú að sveitarfélög eru almennt ekki nægilega vel í stakk búin búnaðarlega séð til að kljást við gróðurelda hér á landi. Í slökkvilið Borgarbyggðar býr mikil fagþekking ásamt sérþekkingu á viðbrögðum við gróðureldum sem hefur skapast með reynslu. Það blasir því við að tækifæri er til þess að í Borgarbyggð er upplagt svæði fyrir starfsstöð fyrir menntun fyrir slökkviliðsfólk. Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka. Viðbrögð við gróðureldum eiga sannarlega heima undir fjármagnsstoðum Almannavarna ríkisíns en ekki sveitarfélögum eins og núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Ég þykist vita að sveitarfélögi í landinu eru fús til samstarfs í þessum málum en það er gríðarlega brýnt að unnið verði að markmiðum um sameiginlegan gróðureldabúnað og viðhaldsfjármagn með aðkomu hins opinbera. Sveitarfélögin viðbragðsaðilar á þjóðvegi 1 Árið 2000 var björgun úr bílflökum skilgreind sem hlutverk slökkviliða, það voru jákvæðar breytingar enda slökkviliðsmenn með góða þekkingu á slíkum aðgerðum. Fjármögnun á nauðsynlegum björgunarbúnaði eins og klippum og glennum eru í dag á herðum hvers sveitarfélags fyrir sig. Umferð hefur aukist mikið síðust ár samhliða fjölgun ferðamanna og á aðeins eftir að vaxa. Þjóðuvegur 1 rennur í gegnum eða meðfram sveitarfélögum sem hafa ekkert bolmagn til að takast á við þá fjárfestingu sem slíkt viðbragð gerir ráð fyrir. Viðbragðsaðilar treysta á að sá búnaður sem þarf til björgunar á starfssvæði hvers slökkviliðs sé góður. Staðan í dag er sú að á mörgum svæðum eru tækin gömul og ráða ekki við verkefnin og þróun bíla. Á yfirstandandi ári hefur samkvæmt slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð t.a.m þurft að beita klippum 8 sinnum við björgun úr bílflökum í sveitarfélaginu. Þeir einstaklingar sem starfa í viðbragðsgeiranum hafa áhyggjur af því að endurnýjun á búnaði sé ekki í takt við fjölgu ferðamanna og meiri umferð. Öryggi slökkviliðsmanna, viðbragðsaðila og vegfarenda þarf að tryggja. Nauðynlegt er að ráðast sem fyrst í endurskilgreiningu á hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að fjármögnun búnaðar og viðbragðs tengt almannavörnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður stjórnar SSV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almannavarnir Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur umræðan um búnaðarmál og menntun slökkviliða stöðugt aukist í tengslum við gróðurelda og aðrar almannavarnir. Í tengslum við þá umræðu voru skipaðir einhverjir starfshópan og nefndir m.a. var skipuð nefnd af ráðherra árið 2020 til að fara yfir þessi mál sem í framhaldinu skilaði inn skýrslu til HMS. Nefndina skipuðu reynslumiklir slökkviliðstjórar en sömuleiðis höfðu aðkomu af nefndinni aðilar frá Ríkislögreglustjóra, Almannavörnum, Landhelgisgæslunni og HMS. Í þeirri skýrslu var m.a. nákvæmlega farið yfir búnaðarþörf í tengslum við viðbrögð m.v. landssvæðaskiptingu, forvarnarstarf og tækifæri sem gætu falist í sameiginlegum búnaði slökkviliða til að bregðast við gróðureldum. Því miður þá virðist sem ekki hafi verið unnið frekar með þá skýrslu eða aðrar þær tillögur sem var skilað inn eins og lagt var upp með. Í áhættumati almannavarna (2011) kemur fram að gróðureldahætta á Íslandi hafi aukist. Með hlýnandi veðurfari, breytingum á landbúnaði minnkandi beit og aukinni skógrækt hafa aðstæður breyst mikið á síðustu árum. Jafnfram hefur heilsárs búsetu á frístundasvæðum aukist í tengslum við þróun um störf óháð staðsetningu Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka Starfssvæði slökkviliðs Borgarbyggðar er dæmi um eitt áhættumesta gróðureldasvæði á landinu, sama má segja um starfssvæði Brunavarna Árnessýslu.En staðreyndin er sú að sveitarfélög eru almennt ekki nægilega vel í stakk búin búnaðarlega séð til að kljást við gróðurelda hér á landi. Í slökkvilið Borgarbyggðar býr mikil fagþekking ásamt sérþekkingu á viðbrögðum við gróðureldum sem hefur skapast með reynslu. Það blasir því við að tækifæri er til þess að í Borgarbyggð er upplagt svæði fyrir starfsstöð fyrir menntun fyrir slökkviliðsfólk. Gróðureldar eru náttúruvá og ber að skilgreina sem slíka. Viðbrögð við gróðureldum eiga sannarlega heima undir fjármagnsstoðum Almannavarna ríkisíns en ekki sveitarfélögum eins og núverandi skipulag gerir ráð fyrir. Ég þykist vita að sveitarfélögi í landinu eru fús til samstarfs í þessum málum en það er gríðarlega brýnt að unnið verði að markmiðum um sameiginlegan gróðureldabúnað og viðhaldsfjármagn með aðkomu hins opinbera. Sveitarfélögin viðbragðsaðilar á þjóðvegi 1 Árið 2000 var björgun úr bílflökum skilgreind sem hlutverk slökkviliða, það voru jákvæðar breytingar enda slökkviliðsmenn með góða þekkingu á slíkum aðgerðum. Fjármögnun á nauðsynlegum björgunarbúnaði eins og klippum og glennum eru í dag á herðum hvers sveitarfélags fyrir sig. Umferð hefur aukist mikið síðust ár samhliða fjölgun ferðamanna og á aðeins eftir að vaxa. Þjóðuvegur 1 rennur í gegnum eða meðfram sveitarfélögum sem hafa ekkert bolmagn til að takast á við þá fjárfestingu sem slíkt viðbragð gerir ráð fyrir. Viðbragðsaðilar treysta á að sá búnaður sem þarf til björgunar á starfssvæði hvers slökkviliðs sé góður. Staðan í dag er sú að á mörgum svæðum eru tækin gömul og ráða ekki við verkefnin og þróun bíla. Á yfirstandandi ári hefur samkvæmt slökkviliðsstjóra í Borgarbyggð t.a.m þurft að beita klippum 8 sinnum við björgun úr bílflökum í sveitarfélaginu. Þeir einstaklingar sem starfa í viðbragðsgeiranum hafa áhyggjur af því að endurnýjun á búnaði sé ekki í takt við fjölgu ferðamanna og meiri umferð. Öryggi slökkviliðsmanna, viðbragðsaðila og vegfarenda þarf að tryggja. Nauðynlegt er að ráðast sem fyrst í endurskilgreiningu á hlutverki og ábyrgð sveitarfélaga þegar kemur að fjármögnun búnaðar og viðbragðs tengt almannavörnum. Höfundur er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð og formaður stjórnar SSV.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar