Í þágu hverra á að forgangsraða innan Samgöngusáttmálans? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 10. september 2023 10:00 Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Strætó Reykjavík Borgarlína Sveitarstjórnarmál Sara Björg Sigurðardóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Samgöngusáttmálinn er tímamótasamningur um skýra framtíðarsýn í fjölbreyttum samgöngumátum fyrir höfuðborgarsvæðið. Vinna við uppfærslu hans er í gangi. Skilaboð síðustu daga eru að endurskoða þurfi samninginn. Ekki er til nægt fjármagn til að gera allt fyrir alla strax. Það þarf að forgangsraða verkefnum og fjármunum. Hvernig er hægt að uppfylla markmið sáttmálans um að þjóna öllum ferðamátum en á sama tíma forgangsraða takmörkuðum fjármunum. Í þágu hverra á að forgangsraða? Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöðina Breiðholt er fjölmennasta hverfi borgarinnar með stærstu stoppistöð Strætó í Mjódd, stöð sem er stærri en Hlemmur, stærri en Hamraborg, Lækjartorg og Fjörður. Mjóddin er fjölförnust, mest notuð. Frá áramótum hafa tæplega 39 þúsund inn- og útstig á virkum dögum vikulega komið í gegnum Mjóddina. Þannig er það ekki bara loftslags- og lýðheilsumál að draga úr umferð úr fjölmennasta hverfi borgarinnar heldur þarf líka horfa til hvar fjölförnustu staðirnir eru, hvar býr flesta fólkið sem nú þegar nýtir sér almenningssamgöngur. Hvar er hægt að draga úr umferð til að skapa pláss fyrir aðra bíla. Þannig er brýnt að horfa á heildarmyndina til að uppfylla markmið sáttmálans, þjóna öllum ferðamátum. Íbúaráð Breiðholts minnir á viljayfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Betri samgangna Á fundi íbúaráðs Breiðholts í maí 2021 kom fram skýr vilji ráðsins að hvetja til að forgangsröðun Borgarlínu yrði endurskoðuð og að Breiðholtið yrði fært framar á forgangslista uppbyggingarinar. Ári seinna var undirrituð viljayfirlýsing Reykjavíkurborgar og Betri samgangna í apríl 2022, er byggir á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið undirrituðu í september árið 2019, um vilja aðilanna til að flýta Borgalínuleið frá Vogabyggð upp í Breiðholt. Þann 30. ágúst sl. birtist vilji ráðsins á fundi sem brýndi hversu mikilvægt það væri að flýta uppbyggingu og forhönnun Borgarlínu upp í Mjódd sér í lagi þar sem vinna við nýtt deiliskipulag er í gangi, sviðsmyndagreining Vegagerðar og Betri samgangna er í vinnslu með svæði Borgarlínu milli Vogabyggðar og Mjóddar í gegnum Reykjanesbraut. Einstakt tækifæri er því núna að hlusta á íbúaráðið, virða viljayfirlýsinguna frá apríl 2022, forgangsraða fjármagni þar sem fjölmennasta stoppustoð höfuðborgarsvæðins er og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri uppbyggingu sem fyrirhuguð er í Mjódd. Borgarlínu forgangsraðað beint upp í Breiðholt Við sem búum í Austurborginni teljum að brýnir almanna- og umhverfislegir hagsmunir liggi í því tækifæri, að setja í uppfærslu sáttmálanns breytta forgansröðun borgarlínunnar og flýta uppbyggingu upp í Breiðholt þannig að það þjóni þeim 23 þúsund íbúum sem búa í hverfinu. Fjárfestingartækifæri framtíðar býr í Mjódd. Svæði sem dregur að sér þéttari byggð og skapar ný tækifæri fyrir fjárfestingu samhliða uppbyggingu Borgarlínu. Nýjar íbúðir kalla á fleiri íbúa - fjölbreytt fólk, fleiri fjölskyldur - tækifæri til að móta hágæða borgarumhverfi í grónu hverfi. Hópa sem nýta innviði sem fyrir eru innan hverfanna en á sama tíma skapa grundvöll fyrir frekari þjónustu í blandaðri byggð. Íbúar halda uppi þjónustu, atvinnulíf dafnar og dregur að sér ennþá meiri fjárfestingu. Þetta helst í hendur, íbúar, þjónusta og vistvænir fjölbreyttir ferðamátar. Besta leiðin er græna leiðin Besta leiðin til að draga úr umferð er að forgangsraða í þágu í almenningssamganga - Borgarlínu, strætó og annara vistvænni ferðamáta. Ferja fólkið þar sem flest fólk býr, þar sem fjölmennustu stoppistöðvar strætó eru og taka frá akreinar sem eingöngu eru ætlaðar undir almenningssamgöngur og fjölbreytta ferðamáta. Til þess þarf pólitískt hugrekki, hugrekki til að standa með almenningssamgöngum, forgangsraða fjármunum í þágu grænni lausna, fyrir fólk, fyrir umhverfið, fyrir heilsuna. Fjöldi ökutækja mun halda áfram að aukast í takt við aukna fólksfjölgun og því þarf hugrekki til að velja rétt. Forgangsraða rétt. Geymum stofnvegaframkvæmdir sem eingöngu þjóna einkabílnum, eru umferðar hvetjandi og hafa slæm áhrif á loftgæði. Framkvæmdir sem ekkert hafa með góðar og sterkar almenningssamgöngur að gera. Þar er lausnin. Græna leiðin er besta leiðin. Höfundur er formaður íbúaráðsins í Breiðholti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun