Að greinast með gigt er ekki endastöð Sigrún Baldursdóttir skrifar 8. september 2023 09:01 Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 8. september er alþjóðlegur dagur sjúkraþjálfara og er hann tileinkaður gigtarfólki um allan heim. Já það er stór hópur sem glímir við gigtarsjúkdóma á heimsvísu því að talið er að 1 af hverjum 5 einstaklingum glími við gigt. Talið er að það séu til yfir 100 mismunandi afbrigði gigtarsjúkdóma, slitgigt, iktsýki og vefjagigt eru þar útbreiddastir. Gigtin fer ekki í manngreinarálit, gigtin spyr ekki um aldur. Börn, ungmenni, fullorðnir og heldra fólk glímir við þennan sjúkdómsflokk. Slitgigtin fer að hrjá marga eftir því sem líður á æviskeiðið og fáir sem verða ekkert varir við hana. Vefjagigtin og iktsýkin og fleiri bólgusjúkdómar geta komið fram á hvaða aldursskeiði sem er. Gigtarsjúkdómar eru í flestum tilfellum langvinnir sem þýðir að ekki er hægt að bíða storminn af sér heldur verður að lifa með sjúkdómnum og að passa að verða ekki að sjúkdómnum. Það er kúnst og það er lærdómur og þá þarf fagleg hjálp að koma til. Sjúkraþjálfarar gegna lykilhlutverki í meðferð, stuðningi og fræðslu til handa þessum hópi. Gigtin hefur nefnilega tilhneiginu til að ræna fólki líkamlegri heilsu, draga úr daglegri færni og verkir, þreyta og vanlíðan verður daglegt brauð. Líkamleg einkenni eru margþætt og ólík milli sjúkdóma og milli einstaklinga, stoðkerfið verður þó oftast einna harðast úti í glímunni við gigtina. Mikil framþróun hefur orðið í lyfjameðferð við mörgum gigtarsjúkdómum en þó ekki jafnmikil í þeim tveimur fjölmennustu sem eru slitgigt og vefjagigt. Sjúkraþjálfarar gegna mjög stóru hlutverki í meðferð þessa sjúklingahóps og geta bætt lífsgæði, færni og líðan þeirra til muna. Undirrituð hefur lifað, hrærst, frætt og meðhöndlað fólk með gigt í yfir 30 ár. Fræðin og vísindin gefa okkur mikilvægar upplýsingar hvaða meðferð er hjálpleg í gigtarsjúkdómum en þekking og næmi fyrir þörfum hvers einstakling er ekki síður mikilvæg. Hver einstaklingur er nefninlega einstakur og þarf sértæka nálgun. Hvað sjúkdómurinn heitir skiptir kannski ekki mestu máli í þeirri nálgun heldur að greina hvað er að, hvað er hægt að gera til að bæta heilsu viðkomandi og hvaða fagaðilar aðrir þurfa þar að koma að borðinu. Að vinna að því að viðhalda og hámarka getu er einn af hornsteinunum. Þar spilar dagleg hreyfing til góðs stóran þátt og til þess þarf að kenna fólki hvað er hjálplegt og hvað er nóg. Til eru allskonar viðmið sem eru talin vera eðlileg, en geta gigtarsjúklinga passar oft ekki inn í þau módel. Hlutverk sjúkraþjálfara er að meta líkamsástand og gera meðferðaráætlun, hjálpa fólki að læra inn á getu og mörk, kenna fólki að hreyfa liði og vöðva, bera sig vel og vinna með hjálpleg ráð í daglegu lífi. Að þekkja sjúkdóm sinn, að þekkja og nota hjálplegan lífsstíl og ráð, að láta sjúkdóm ekki stjórna lífi og hamingju manns er mikilvægt fararnesti fyrir alla sem glíma við langvinn veikindi. En til þess þarf faglega hjálp, skilning, stuðning og slatta af „Pollýönnu“ farteskinu. Ekki láta gigtina ræna þig lífshamingjunni – leitaðu eftir hjálpinni – lærðu að lifa með gigtinni. Höfundur er sjúkraþjálfari og lýðheilsufræðingur.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun