„Efling“ framhaldsskóla Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 7. september 2023 17:00 Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. Fundurinn var haldinn með pompi og prakt í Hofi, menningarhúsi Akureyrarbæjar, og þar var sjálfur mennta- og barnamálaráðherra mættur og mælti þar ásamt skólameisturum fyrir tillögu um sameiningu beggja skóla í einn 1800 manna ofurskóla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Nemendur skólanna, starfsfólk, foreldrar og bæjarbúar, fyrrverandi nemendur og allir sem láta sig skólamál varða eru slegnir og mjög mikill tilfinningahiti einkennir alla umræðu. Svo mikill er hitinn að fólk missir sjónar á markmiðunum með sameiningunni. Markmiðin koma einmitt svo skýrt fram í skýrslu stýrihóps um eflingu framhaldsskólastigsins sem kynnt var á þessum fundi. Ráðgjafafyrirtækið PwC hefur rýnt í rekstrarkostnað skólanna og komist að því að með fækkun starfa, betri nýtingu kennara og fjölgun í námshópum verði hægt að spara allt að 400 m.kr. á ári. Stýrihópurinn og ráðuneyti menntamála hafa sem sagt komist að því að MA með sína 600 nemendur og VMA með sína 1200 séu óhagstæðar rekstrareiningar. Þetta ætti að gefa landsmönnum býsna góða tilfinningu fyrir næstu skrefum sem stýrihópurinn um eflingu framhaldsskólastigsins sér fyrir sér. Það er nóg af óhagstæðum rekstrareiningum meðal framhaldsskólanna – þegar rýnt er í tölurnar. Þessir tveir skólar á Akureyri eru stórir og öflugir, en ólíkir. Námsframboð og námskrá eru ólík milli skólanna, aldursdreifing nemenda ólík, annar skólinn byggir á bekkjakerfi en hinn áfangakerfi og skólabragur er sterkur en ólíkur milli skóla. Þannig eru báðir skólar mjög mikilvægir hlekkir í fjölbreyttri framhaldsskólaflóru og með myndarlegri heimavist geta þeir tekið við nemendum af öllu landinu. Víða um landið eru reknir mun smærri skólar sem sömuleiðis bjóða upp á mikilvæga menntun í heimabyggð, fjölbreytt námsframboð, mjög hæfa kennara, en ekki síst öruggt og þroskandi umhverfi þar sem ungmenni landsins menntast og dafna. Ef VMA og MA teljast of litlar rekstrareiningar, hvað verður þá um smærri skóla? Hér virðast fjárhagslegar ástæður settar ofar samfélagslegum hagsmunum og litið fram hjá auðlegðinni sem felst í fjölbreyttum valkostum skóla og heilbrigðri samkeppni. Í forsendum stýrihópsins eru settar fram mjög svartar tölur um þróun nemendafjölda í framhaldsskólum og því haldið fram að nemendum fari fækkandi og þá sérstaklega bóknámsnemendum. Því sé óhjákvæmilegt að bregðast við með endurskipulagningu námsrýma. Í vor og sumarbyrjun kom fram mjög sterk gagnrýni á því hvernig þessar tölur eru settar fram og þær túlkaðar. Í maí sendi fulltrúafundur Félags framhaldsskóla frá sér yfirlýsingu þar sem alvarlegar athugasemdir voru settar fram um forsendur ráðuneytisins og áform um sameiningar skóla gagnrýnd. Í sama mánuði birtist grein í tímaritinu Vísbendingu eftir Gylfa Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, þar sem hann segir engar vísbendingar fyrir því að bóknámsnemendur við framhaldsskóla Íslands verði færri árið 2033 en nú og því sé varla ástæða til að skoða sameiningu framhaldsskóla í því samhengi. Í júní birtist svo á Skólaþráðum ítarleg grein eftir Elsu Eiríksdóttur, dósent við Menntavísindasvið HÍ, og Sæberg Sigurðsson, doktorsnema og kennara við Tækniskólann, þar sem fjallað er um þróun náms á framhaldsskólastigi. Í greininni kemur mjög skýrt fram að nemendum í framhaldsskólum fer hreint ekki fækkandi og að tengsl bók- og starfsnáms eru miklum mun flóknari heldur en framsetning stýrihópsins gefur til kynna. Mennta- og barnamálaráðherra er tíðrætt um metnaðarfull áform stjórnvalda um aukna farsæld í skólastarfi. Kennarasambandið hefur tekið þátt í fjölda undirbúnings- og skipulagsfunda og lagt sitt af mörkum til umræðunnar en raunverulegan afrakstur inni í skólunum er enn hvergi að sjá. Mjög sláandi er svo að sjá í tillögum stýrihópsins hugmyndir um að með sameiningu gefist færi á að fjölga í bekkjum, fækka kennurum og að auki að minnka starfshlutfall náms- og starfsráðgjafa og fækka sálfræðingum við sameinaðan skóla. Hvernig í veröldinni gengur þetta upp? Nær væri að stjórnvöld landsins létu fjármagn fylgja hvoru tveggja, aukinni farsæld nemenda í skólakerfinu og eflingu starfsnáms, í stað þess að reyna að kroppa aura út úr vanhugsuðum sameiningaráformum öflugra framhaldsskóla á landinu og nota um það öfugmælin „efling framhaldsskólans“. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Guðjón H. Hauksson Akureyri Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Laust fyrir hádegið þann 5. september síðastliðinn fengu kennarar, nemendur og allt starfslið við MA og VMA tilkynningu í pósti um að skólahald við skólana yrði fellt niður frá kl. 14:00 og boð um fund kl. hálf þrjú um framtíðarskipulag náms á framhaldsskólastigi á Akureyri. Fundurinn var haldinn með pompi og prakt í Hofi, menningarhúsi Akureyrarbæjar, og þar var sjálfur mennta- og barnamálaráðherra mættur og mælti þar ásamt skólameisturum fyrir tillögu um sameiningu beggja skóla í einn 1800 manna ofurskóla. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Nemendur skólanna, starfsfólk, foreldrar og bæjarbúar, fyrrverandi nemendur og allir sem láta sig skólamál varða eru slegnir og mjög mikill tilfinningahiti einkennir alla umræðu. Svo mikill er hitinn að fólk missir sjónar á markmiðunum með sameiningunni. Markmiðin koma einmitt svo skýrt fram í skýrslu stýrihóps um eflingu framhaldsskólastigsins sem kynnt var á þessum fundi. Ráðgjafafyrirtækið PwC hefur rýnt í rekstrarkostnað skólanna og komist að því að með fækkun starfa, betri nýtingu kennara og fjölgun í námshópum verði hægt að spara allt að 400 m.kr. á ári. Stýrihópurinn og ráðuneyti menntamála hafa sem sagt komist að því að MA með sína 600 nemendur og VMA með sína 1200 séu óhagstæðar rekstrareiningar. Þetta ætti að gefa landsmönnum býsna góða tilfinningu fyrir næstu skrefum sem stýrihópurinn um eflingu framhaldsskólastigsins sér fyrir sér. Það er nóg af óhagstæðum rekstrareiningum meðal framhaldsskólanna – þegar rýnt er í tölurnar. Þessir tveir skólar á Akureyri eru stórir og öflugir, en ólíkir. Námsframboð og námskrá eru ólík milli skólanna, aldursdreifing nemenda ólík, annar skólinn byggir á bekkjakerfi en hinn áfangakerfi og skólabragur er sterkur en ólíkur milli skóla. Þannig eru báðir skólar mjög mikilvægir hlekkir í fjölbreyttri framhaldsskólaflóru og með myndarlegri heimavist geta þeir tekið við nemendum af öllu landinu. Víða um landið eru reknir mun smærri skólar sem sömuleiðis bjóða upp á mikilvæga menntun í heimabyggð, fjölbreytt námsframboð, mjög hæfa kennara, en ekki síst öruggt og þroskandi umhverfi þar sem ungmenni landsins menntast og dafna. Ef VMA og MA teljast of litlar rekstrareiningar, hvað verður þá um smærri skóla? Hér virðast fjárhagslegar ástæður settar ofar samfélagslegum hagsmunum og litið fram hjá auðlegðinni sem felst í fjölbreyttum valkostum skóla og heilbrigðri samkeppni. Í forsendum stýrihópsins eru settar fram mjög svartar tölur um þróun nemendafjölda í framhaldsskólum og því haldið fram að nemendum fari fækkandi og þá sérstaklega bóknámsnemendum. Því sé óhjákvæmilegt að bregðast við með endurskipulagningu námsrýma. Í vor og sumarbyrjun kom fram mjög sterk gagnrýni á því hvernig þessar tölur eru settar fram og þær túlkaðar. Í maí sendi fulltrúafundur Félags framhaldsskóla frá sér yfirlýsingu þar sem alvarlegar athugasemdir voru settar fram um forsendur ráðuneytisins og áform um sameiningar skóla gagnrýnd. Í sama mánuði birtist grein í tímaritinu Vísbendingu eftir Gylfa Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, þar sem hann segir engar vísbendingar fyrir því að bóknámsnemendur við framhaldsskóla Íslands verði færri árið 2033 en nú og því sé varla ástæða til að skoða sameiningu framhaldsskóla í því samhengi. Í júní birtist svo á Skólaþráðum ítarleg grein eftir Elsu Eiríksdóttur, dósent við Menntavísindasvið HÍ, og Sæberg Sigurðsson, doktorsnema og kennara við Tækniskólann, þar sem fjallað er um þróun náms á framhaldsskólastigi. Í greininni kemur mjög skýrt fram að nemendum í framhaldsskólum fer hreint ekki fækkandi og að tengsl bók- og starfsnáms eru miklum mun flóknari heldur en framsetning stýrihópsins gefur til kynna. Mennta- og barnamálaráðherra er tíðrætt um metnaðarfull áform stjórnvalda um aukna farsæld í skólastarfi. Kennarasambandið hefur tekið þátt í fjölda undirbúnings- og skipulagsfunda og lagt sitt af mörkum til umræðunnar en raunverulegan afrakstur inni í skólunum er enn hvergi að sjá. Mjög sláandi er svo að sjá í tillögum stýrihópsins hugmyndir um að með sameiningu gefist færi á að fjölga í bekkjum, fækka kennurum og að auki að minnka starfshlutfall náms- og starfsráðgjafa og fækka sálfræðingum við sameinaðan skóla. Hvernig í veröldinni gengur þetta upp? Nær væri að stjórnvöld landsins létu fjármagn fylgja hvoru tveggja, aukinni farsæld nemenda í skólakerfinu og eflingu starfsnáms, í stað þess að reyna að kroppa aura út úr vanhugsuðum sameiningaráformum öflugra framhaldsskóla á landinu og nota um það öfugmælin „efling framhaldsskólans“. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun