„Hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði“ Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 16:10 Þorsteinn Friðrik er eigandi og eini penni Hluthafans, allavega til að byrja með. Hluthafinn/Engstream Viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson hefur hleypt nýjum vefmiðli, Hluthafanum, í loftið. „Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann. Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
„Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann.
Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira