Ráðnar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2023 11:59 Gyða Einarsdóttir og Halldóra Steindórsdóttir. Íslandsbanki Gyða Einarsdóttir og Halldóra G. Steindórsdóttir hafa verið ráðnar nýir forstöðumenn á sviði hugbúnaðarþróunar í bankanum. Í tilkynningu frá bankanum segir að Halldóra G. Steindórsdóttir sé nýr forstöðumaður daglegra bankaviðskipta á sviðinu og Gyða Einarsdóttir forstöðumaður samstæðulausna. Báðar búi yfir mikilli reynslu af störfum tengdum upplýsingatækni fyrir fjármálafyrirtæki. „Gyða býr að yfir 20 ára starfsreynslu í teymisstjórnun, verkefnastjórnun, hugbúnaðarþróun og nýsköpun. Hún kemur til Íslandsbanka frá VÍS en þar var hún þróunarstjóri og teymisstjóri nýsköpunar og þróunar. Áður var Gyða hjá Arion banka frá 2010 til 2018 og gegndi þar vöruþróun og teymisstjórn í tengslum við stafræna þróun bankans. Hún starfaði einnig hjá Kaupþingi frá 2001 til 2009, meðal annars að verðbréfatengdum verkefnum og sjálfvirknivæðingu vinnuferla. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík með viðskiptafræði sem aukagrein. Þá er Gyða með löggildingu sem verðbréfamiðlari. Bakgrunnur Halldóru er í tölvunarfræði, en í störfum sínum hefur hún öðlast djúpa þekkingu á greiðslumiðlun fjármálafyrirtækja. Þá býr hún að mikilli reynslu af stjórnun og vinnustofutækni, þróun ferla og verkefnastýringu, lausnahönnun og forritun. Halldóra kemur til Íslandsbanka frá Landsbankanum þar sem hún starfaði frá 2002. Þar var hún síðast hópstjóri á upplýsingatæknisviði og átti fyrir hönd bankans sæti í stjórn Reiknistofu bankanna. Þá á Halldóra sæti í stjórn Snjallgagna og er fulltrúi í allsherjarráði Evrópska greiðslumiðlunarráðsins (EPC). Halldóra lauk BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2006, en hún hefur einnig lokið IPMA gráðu í verkefnastjórn og hlotið vottun Akademias til stjórnarsetu,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Íslandsbanki Íslenskir bankar Upplýsingatækni Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tryggja selt til Þýskalands Allir sammála um óbreytta vexti Lúx verður að Útópíu Hrepptu gullið annað árið í röð í Buffalo Sjá meira
Í tilkynningu frá bankanum segir að Halldóra G. Steindórsdóttir sé nýr forstöðumaður daglegra bankaviðskipta á sviðinu og Gyða Einarsdóttir forstöðumaður samstæðulausna. Báðar búi yfir mikilli reynslu af störfum tengdum upplýsingatækni fyrir fjármálafyrirtæki. „Gyða býr að yfir 20 ára starfsreynslu í teymisstjórnun, verkefnastjórnun, hugbúnaðarþróun og nýsköpun. Hún kemur til Íslandsbanka frá VÍS en þar var hún þróunarstjóri og teymisstjóri nýsköpunar og þróunar. Áður var Gyða hjá Arion banka frá 2010 til 2018 og gegndi þar vöruþróun og teymisstjórn í tengslum við stafræna þróun bankans. Hún starfaði einnig hjá Kaupþingi frá 2001 til 2009, meðal annars að verðbréfatengdum verkefnum og sjálfvirknivæðingu vinnuferla. Hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík með viðskiptafræði sem aukagrein. Þá er Gyða með löggildingu sem verðbréfamiðlari. Bakgrunnur Halldóru er í tölvunarfræði, en í störfum sínum hefur hún öðlast djúpa þekkingu á greiðslumiðlun fjármálafyrirtækja. Þá býr hún að mikilli reynslu af stjórnun og vinnustofutækni, þróun ferla og verkefnastýringu, lausnahönnun og forritun. Halldóra kemur til Íslandsbanka frá Landsbankanum þar sem hún starfaði frá 2002. Þar var hún síðast hópstjóri á upplýsingatæknisviði og átti fyrir hönd bankans sæti í stjórn Reiknistofu bankanna. Þá á Halldóra sæti í stjórn Snjallgagna og er fulltrúi í allsherjarráði Evrópska greiðslumiðlunarráðsins (EPC). Halldóra lauk BSc gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2006, en hún hefur einnig lokið IPMA gráðu í verkefnastjórn og hlotið vottun Akademias til stjórnarsetu,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Íslandsbanki Íslenskir bankar Upplýsingatækni Mest lesið Arion banki hækkar vexti hressilega Neytendur Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ Atvinnulíf Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Neytendur Þungur róður hjá Samstöðinni Viðskipti innlent Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Viðskipti innlent Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Viðskipti innlent Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Neytendur Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Viðskipti innlent Gera Apple að greiða tvær billjónir í skatta Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þungur róður hjá Samstöðinni Ráðin framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Flugrisar funda í Hörpu vegna seinkana og aflýsinga Farþegafjöldinn í ágúst svipaður og á síðasta ári Kveður ostasnakkið fyrir Wolt Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Eyrún og Þorgils til SI Play bætir við áfangastað í Króatíu Stefnt á 41 milljarðs króna hallarekstur ríkissjóðs Matorka fékk samþykkta greiðslustöðvun Hlutur Skeljar stækkar eftir áreiðanleikakönnun Öllu starfsfólki Northern Light Inn sagt upp Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Mannlíf sektað vegna tóbaksauglýsinga Bónus og Jysk ríða á vaðið í Korputúni Sætanýtingin aldrei verið betri Gerður í Blush orðlaus yfir auglýsingum Play Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Samið um kaup bankans á Arngrimsson Advisors Eigandi BL tekur við forstjórastólnum á nýjan leik Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital Pipar/TBWA eflir samskiptateymið Farþegum fjölgaði um tíu prósent í ágúst Sumarflug á fimmtudögum til Tallinn Hagnaður í fyrsta sinn í fimm ár Tómas hættir hjá Símanum og Höddi tekur við enska boltanum Tryggja selt til Þýskalands Allir sammála um óbreytta vexti Lúx verður að Útópíu Hrepptu gullið annað árið í röð í Buffalo Sjá meira