Botnlaust hungur, skefjalaus græðgi Sigurjón Þórðarson skrifar 5. september 2023 08:31 Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi kjörtímabils setti matvælaráðherra af stað einn fjölmennasta starfshóp Íslandssögunnar undir nafninu Auðlindin okkar. Markmiðið, að koma á sátt um stjórn fiskveiða. Allir vita að íslenska kvótakerfið hefur um árabil misboðið réttlætiskennd þjóðarinnar. Kvótakerfið hefur skilað helmingi minni afla á land en fyrir daga þess og kvótaþegar hafa komist upp með að selja helstu útflutningsafurð þjóðarinnar í gegnum skúffufyrirtæki í skattaskjólum. Í upphafi var alið á tortryggni þegar matvælaráðherra skipaði verkstjóra undirnefndanna, en það voru ýmist fyrrverandi forstjórar stórútgerðanna eða ráðgjafar sem hafa meira og minna verið að skrifa skýrslur í beit og álit í þágu stórútgerðarinnar. Í stuttu máli var niðurstaða 464 blaðsíðna skýrslunnar sú að íslenska kvótakerfið væri frábært og gildir þá einu að það hafi stórskaðað sjávarbyggðirnar. Fyrir liggur álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um að kvótakerfið í núverandi mynd brjóti í bága við atvinnufrelsi og almenna jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Helstu tillögur nefndarinnar eru að breyta sem minnstu nema þá þeim 5,3% veiðiheimilda sem ætlað er að styðja við brothættar sjávarbyggðir. Í skýrslunni er talað um þetta sem félagslegan stuðning eins og um ölmusu sé að ræða. Skýrslan mærir núverandi úthlutunaraðferðir Byggðastofnunar. Sem dæmi má nefna að Byggðastofnun hefur úthlutað aflamarki til byggðalaga þar sem engin fiskvinnsla fer fram. Úthlutað hefur verið til fyrirtækja í eigu erlendra auðmanna og til útgerða sem komnar eru upp fyrir leyfilegt kvótaþak og þannig mætti lengi telja. Í skýrslunni kemur m.a. fram að hvorki sé vilji til að auka við strandveiðar né taka á verðmyndun á fiski og vigta fisk með samræmdum hætti. Þetta er í hreinni andstöðu við þjóðarviljann um leið og það hyglir stórútgerðinni. Vinnubrögð matvælaráðuneytisins voru slík að þrenn samtök sem voru í samráðsnefnd starfshópanna hafa hafnað því alfarið að vera bendluð við skýrsluna. Að sjálfsögðu hefði átt að tryggja samræmda frjálsa verðmyndun á fiski, samræmdar vigtarreglur, endurbætur á byggðapottum, endurskoða ráðgjöf Hafró, tryggja opna veiði fyrir ónýttar fiskveiðiheimildir á síðari hluta fiskveiðiárs, uppboð á aflaheimildum og stórauka hlut strandveiða. Flokkur fólksins berst fyrir endurreisn hinna blómlegu sjávarbyggða allt í kringum landið. Við fordæmum þá aðför sem gerð hefur verið að þeim og skilið þær eftir í sárum. Það er dapurt að sjá en um leið kemur ekki á óvart hvernig skýrslan afhjúpar frekjugang sægreifanna og húskarla þeirra í stjórnkerfinu. Það sjá allir sem sjá vilja að þeir sem allt hafa fá aldrei nóg. Þeir kunna sér ekki magamál. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun