„Grípum geirinn í hönd!“ Gylfi Þór Gíslason skrifar 4. september 2023 09:02 Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Stéttarfélög Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun