Laxismi Lárus Karl Arinbjarnarson skrifar 1. september 2023 07:00 Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun