Laxismi Lárus Karl Arinbjarnarson skrifar 1. september 2023 07:00 Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sjókvíaeldi hefur ekki notið mikilla vinsælda á Íslandi, ríkir Norðmenn græða meðan íslenskir firðir fyllast af sjónmengandi kvíum. Úr kvíunum sleppa eldislaxar sem leita upp í íslenskar ár og eru veiddir af laxveiðimönnum. Margir laxveiðimenn hafa áhyggjur af þessum „flóttalöxum.“ Á veturna, þegar lítið sem ekkert er veitt, fyllast Facebook-hópar stangveiðimanna af innleggjum um flóttalax: hvernig stöðugt fleiri flóttalaxar reyna að smygla sér inn í íslenskar ár, hrifsandi pláss frá hreinum, villtum íslenskum löxum og verst af öllu, að flóttalaxar og hreinir íslenskir laxar æxlist og eignist saman afkvæmi. Slíkt óhreinkar íslenska laxastofnin og veldur því að… … einhverjir snobbaðir fluguveiðimenn sem borða ekki það sem þeir veiða fá aðeins minna fyrir peninginn sinn. Það er skiljanlegt að laxveiðimönnum sárni að borga hálfa milljón fyrir veiðileyfi og veiða síðan fisk sem tekur sig illa út á mynd. Það er þó ekki vandamál sem hefur áhrif á neina aðra en laxveiðimenn og enn fremur veiðifélögin sem hafa hækkað verð á laxveiði upp úr öllu veldi, samhliða því að takmarka leyfilegt agn og fjölda fiska sem má hirða. Að laxveiði á Íslandi sé ekkert annað en gróðatækifæri fyrir menn eins og Jim Ratcliffe ætti ekki að vera síður pirrandi en að norskir auðmenn mengi íslenska náttúru. Loks má benda á að íslenska þjóðin ætti að sýna flóttalöxum skilning, þeir hafa þurft að þola þjáningar sem við Íslendingar gætum aldrei skilið. Fögnum fjölbreytileika meðal laxa á Íslandi og bindum enda á kerfisbundinn laxisma! Höfundur er stjórnmálafræðinemi.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun