Sjónhverfing á íslenskum leigumarkaði í boði Samtaka iðnaðarins María Pétursdóttir og Kjartan Þór Ingason skrifa 31. ágúst 2023 12:32 Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Leigumarkaður Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar