Sátt um símamálin Sigurður Sigurðsson og Skúli Bragi Geirdal skrifa 31. ágúst 2023 08:30 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eiga eigin farsíma* Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála. Eigum við að banna eða leyfa síma í skólum landsins? Þegar að við stillum umræðunni svona upp á tvo póla og einblínum á það sem við erum ósammála um fjarlægjumst við niðurstöðuna. Málið snýst ekki um að vera með eða á móti heldur finna leiðir þar sem við sem best tryggjum heilbrigða og ábyrga notkun snjalltækja meðal barna og ungmenna. Það er kominn tími til að ná sátt í málið og geta þá frekar beint kröftum okkar í sníða þann ramma sem þarf til þess að börnin okkar nái að blómsta og líða vel. Vinnum með börnum en ekki móti þeim Reglur og rammi eiga ekki að fría okkur sem eldri erum fræðsluábyrgðinni gagnvart tækni sem við treystum okkur ekki til að snerta á sökum óöryggis. Þótt börn og ungmenni séu sannarlega oft klárari á nýja tækni en við sem eldri eru þá búum við alltaf yfir meiri reynslu og þroska sem við getum nýtt okkur til þess að fræða þau. Hvetjum þau til þess að nýta stafrænar lausnir til þess að leysa verkefni, það er hluti af nútíma samfélagi, en kennum þeim þá gagnrýna hugsun og heimildaöflun. Vinnum þetta stóra og mikilvæga verkefni með börnum og ungmennum en ekki móti þeim. Sameiginlegt hlutverk heimilis og skóla Við fullorðna fólkið erum oft gjörn á að röfla yfir síma og tækjanotkun barna en við þurfum líka að ræða hana við börnin. Spyrja spurninga eins og „hvað gerir þú í tæknunum?“ eða „af hverju ertu í tækjunum í stað þess að fara út að leika með vinum þínum?“ Þegar við ræðum við börn fáum við innsýn í veruleika þeirra og það hjálpar okkur að takast á við áskoranir eins og símanotkun í skólum. Kennum þeim að koma auga á hættur eða óviðeigandi hegðum og hvert þau eiga að leita ef þeim líður illa yfir einhverju sem átti sé stað á netinu. Þetta er sameiginlegt hlutverk heimila og skóla. Bann, reglur eða sáttmáli? Eru orðin kannski að þvælast fyrir okkur þegar að við erum í grunninn sammála um það að það sé löngu orðið tímabært að einhver rammi gildi um notkun símtækja í skólastarfi? Veljum við bann þar sem öll notkun er óheimil? Förum við sveigjanlegri leið og setjum reglur yfir hvenær síminn er viðeigandi og hvenær ekki? Gerum við sáttmála sem byggir á samtali og sátt nemenda, kennara, leiðbeinenda, félagsmiðstöðvarstafsmanna, stjórnenda og annarra starfsmanna? Fræðsla er lykilatriði Það eru ýmsar leiðir færar og alveg ljóst að eitt og sama hentar ekki öllum. Ef til vill er því best að tala um símasáttmála þar sem ramminn er útfærður eftir þörfum á hverjum og einum stað með sérúrræðum fyrir þá nemendur sem það þurfa. Fræðsla er þá algjört lykilatriði samhliða sáttmálanum, bæði sem hluti af því að kenna á virkni þeirra tækja sem um ræðir en einnig svo nemendur skilji hvaða hagsmuna er verið að gæta. Meira af því jákvæða og minna af því neikvæða Eins og með allt þá hafa símar sína kosti og galla. Það er mikilvægt að við missum ekki sjónar á þessu atriði því tæknina getum við sannarlega nýtt til góðra verka og til þess að hjálpa okkur í daglegu lífi. Á sama tíma megum við ekki loka öðru auga gagnvart þeim neikvæðu áhrifum sem geta fylgt notkun þeirra. Sem betur fer höfum við rannsóknir á miðlalæsi á Íslandi til þess að byggja á. Þar eru mörg rauð flögg sem nauðsynlegt er að bregðast við. Með því að búa til ramma erum við að taka skref í átt að bregðast við þeim áskorunum sem börnin okkar eru að glíma við. Einnig er ljóst að stórefla þarf fræðslu til barna og foreldra til að bregðast við þeim niðurstöðum sem rannsóknir Fjölmiðlanefndar sýna okkur. Í störfum okkar höfum við heyrt hátt ákall frá foreldrum, ábyrgðaraðilum, starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og sérstaklega börnum um að þau vilji skýran og einfaldan ramma um tækjanotkun barna. Með samtali allra sem eiga aðild að máli, aukinni fræðslu og gerð sáttmála getum við náð því markmiði sem við stefnum öll að. Að börnunum okkar líði vel í þessari nýju veröld! Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla og SAFTSkúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd *Heimild – Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eiga eigin farsíma* Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála. Eigum við að banna eða leyfa síma í skólum landsins? Þegar að við stillum umræðunni svona upp á tvo póla og einblínum á það sem við erum ósammála um fjarlægjumst við niðurstöðuna. Málið snýst ekki um að vera með eða á móti heldur finna leiðir þar sem við sem best tryggjum heilbrigða og ábyrga notkun snjalltækja meðal barna og ungmenna. Það er kominn tími til að ná sátt í málið og geta þá frekar beint kröftum okkar í sníða þann ramma sem þarf til þess að börnin okkar nái að blómsta og líða vel. Vinnum með börnum en ekki móti þeim Reglur og rammi eiga ekki að fría okkur sem eldri erum fræðsluábyrgðinni gagnvart tækni sem við treystum okkur ekki til að snerta á sökum óöryggis. Þótt börn og ungmenni séu sannarlega oft klárari á nýja tækni en við sem eldri eru þá búum við alltaf yfir meiri reynslu og þroska sem við getum nýtt okkur til þess að fræða þau. Hvetjum þau til þess að nýta stafrænar lausnir til þess að leysa verkefni, það er hluti af nútíma samfélagi, en kennum þeim þá gagnrýna hugsun og heimildaöflun. Vinnum þetta stóra og mikilvæga verkefni með börnum og ungmennum en ekki móti þeim. Sameiginlegt hlutverk heimilis og skóla Við fullorðna fólkið erum oft gjörn á að röfla yfir síma og tækjanotkun barna en við þurfum líka að ræða hana við börnin. Spyrja spurninga eins og „hvað gerir þú í tæknunum?“ eða „af hverju ertu í tækjunum í stað þess að fara út að leika með vinum þínum?“ Þegar við ræðum við börn fáum við innsýn í veruleika þeirra og það hjálpar okkur að takast á við áskoranir eins og símanotkun í skólum. Kennum þeim að koma auga á hættur eða óviðeigandi hegðum og hvert þau eiga að leita ef þeim líður illa yfir einhverju sem átti sé stað á netinu. Þetta er sameiginlegt hlutverk heimila og skóla. Bann, reglur eða sáttmáli? Eru orðin kannski að þvælast fyrir okkur þegar að við erum í grunninn sammála um það að það sé löngu orðið tímabært að einhver rammi gildi um notkun símtækja í skólastarfi? Veljum við bann þar sem öll notkun er óheimil? Förum við sveigjanlegri leið og setjum reglur yfir hvenær síminn er viðeigandi og hvenær ekki? Gerum við sáttmála sem byggir á samtali og sátt nemenda, kennara, leiðbeinenda, félagsmiðstöðvarstafsmanna, stjórnenda og annarra starfsmanna? Fræðsla er lykilatriði Það eru ýmsar leiðir færar og alveg ljóst að eitt og sama hentar ekki öllum. Ef til vill er því best að tala um símasáttmála þar sem ramminn er útfærður eftir þörfum á hverjum og einum stað með sérúrræðum fyrir þá nemendur sem það þurfa. Fræðsla er þá algjört lykilatriði samhliða sáttmálanum, bæði sem hluti af því að kenna á virkni þeirra tækja sem um ræðir en einnig svo nemendur skilji hvaða hagsmuna er verið að gæta. Meira af því jákvæða og minna af því neikvæða Eins og með allt þá hafa símar sína kosti og galla. Það er mikilvægt að við missum ekki sjónar á þessu atriði því tæknina getum við sannarlega nýtt til góðra verka og til þess að hjálpa okkur í daglegu lífi. Á sama tíma megum við ekki loka öðru auga gagnvart þeim neikvæðu áhrifum sem geta fylgt notkun þeirra. Sem betur fer höfum við rannsóknir á miðlalæsi á Íslandi til þess að byggja á. Þar eru mörg rauð flögg sem nauðsynlegt er að bregðast við. Með því að búa til ramma erum við að taka skref í átt að bregðast við þeim áskorunum sem börnin okkar eru að glíma við. Einnig er ljóst að stórefla þarf fræðslu til barna og foreldra til að bregðast við þeim niðurstöðum sem rannsóknir Fjölmiðlanefndar sýna okkur. Í störfum okkar höfum við heyrt hátt ákall frá foreldrum, ábyrgðaraðilum, starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og sérstaklega börnum um að þau vilji skýran og einfaldan ramma um tækjanotkun barna. Með samtali allra sem eiga aðild að máli, aukinni fræðslu og gerð sáttmála getum við náð því markmiði sem við stefnum öll að. Að börnunum okkar líði vel í þessari nýju veröld! Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla og SAFTSkúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd *Heimild – Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar