Sátt um símamálin Sigurður Sigurðsson og Skúli Bragi Geirdal skrifa 31. ágúst 2023 08:30 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eiga eigin farsíma* Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála. Eigum við að banna eða leyfa síma í skólum landsins? Þegar að við stillum umræðunni svona upp á tvo póla og einblínum á það sem við erum ósammála um fjarlægjumst við niðurstöðuna. Málið snýst ekki um að vera með eða á móti heldur finna leiðir þar sem við sem best tryggjum heilbrigða og ábyrga notkun snjalltækja meðal barna og ungmenna. Það er kominn tími til að ná sátt í málið og geta þá frekar beint kröftum okkar í sníða þann ramma sem þarf til þess að börnin okkar nái að blómsta og líða vel. Vinnum með börnum en ekki móti þeim Reglur og rammi eiga ekki að fría okkur sem eldri erum fræðsluábyrgðinni gagnvart tækni sem við treystum okkur ekki til að snerta á sökum óöryggis. Þótt börn og ungmenni séu sannarlega oft klárari á nýja tækni en við sem eldri eru þá búum við alltaf yfir meiri reynslu og þroska sem við getum nýtt okkur til þess að fræða þau. Hvetjum þau til þess að nýta stafrænar lausnir til þess að leysa verkefni, það er hluti af nútíma samfélagi, en kennum þeim þá gagnrýna hugsun og heimildaöflun. Vinnum þetta stóra og mikilvæga verkefni með börnum og ungmennum en ekki móti þeim. Sameiginlegt hlutverk heimilis og skóla Við fullorðna fólkið erum oft gjörn á að röfla yfir síma og tækjanotkun barna en við þurfum líka að ræða hana við börnin. Spyrja spurninga eins og „hvað gerir þú í tæknunum?“ eða „af hverju ertu í tækjunum í stað þess að fara út að leika með vinum þínum?“ Þegar við ræðum við börn fáum við innsýn í veruleika þeirra og það hjálpar okkur að takast á við áskoranir eins og símanotkun í skólum. Kennum þeim að koma auga á hættur eða óviðeigandi hegðum og hvert þau eiga að leita ef þeim líður illa yfir einhverju sem átti sé stað á netinu. Þetta er sameiginlegt hlutverk heimila og skóla. Bann, reglur eða sáttmáli? Eru orðin kannski að þvælast fyrir okkur þegar að við erum í grunninn sammála um það að það sé löngu orðið tímabært að einhver rammi gildi um notkun símtækja í skólastarfi? Veljum við bann þar sem öll notkun er óheimil? Förum við sveigjanlegri leið og setjum reglur yfir hvenær síminn er viðeigandi og hvenær ekki? Gerum við sáttmála sem byggir á samtali og sátt nemenda, kennara, leiðbeinenda, félagsmiðstöðvarstafsmanna, stjórnenda og annarra starfsmanna? Fræðsla er lykilatriði Það eru ýmsar leiðir færar og alveg ljóst að eitt og sama hentar ekki öllum. Ef til vill er því best að tala um símasáttmála þar sem ramminn er útfærður eftir þörfum á hverjum og einum stað með sérúrræðum fyrir þá nemendur sem það þurfa. Fræðsla er þá algjört lykilatriði samhliða sáttmálanum, bæði sem hluti af því að kenna á virkni þeirra tækja sem um ræðir en einnig svo nemendur skilji hvaða hagsmuna er verið að gæta. Meira af því jákvæða og minna af því neikvæða Eins og með allt þá hafa símar sína kosti og galla. Það er mikilvægt að við missum ekki sjónar á þessu atriði því tæknina getum við sannarlega nýtt til góðra verka og til þess að hjálpa okkur í daglegu lífi. Á sama tíma megum við ekki loka öðru auga gagnvart þeim neikvæðu áhrifum sem geta fylgt notkun þeirra. Sem betur fer höfum við rannsóknir á miðlalæsi á Íslandi til þess að byggja á. Þar eru mörg rauð flögg sem nauðsynlegt er að bregðast við. Með því að búa til ramma erum við að taka skref í átt að bregðast við þeim áskorunum sem börnin okkar eru að glíma við. Einnig er ljóst að stórefla þarf fræðslu til barna og foreldra til að bregðast við þeim niðurstöðum sem rannsóknir Fjölmiðlanefndar sýna okkur. Í störfum okkar höfum við heyrt hátt ákall frá foreldrum, ábyrgðaraðilum, starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og sérstaklega börnum um að þau vilji skýran og einfaldan ramma um tækjanotkun barna. Með samtali allra sem eiga aðild að máli, aukinni fræðslu og gerð sáttmála getum við náð því markmiði sem við stefnum öll að. Að börnunum okkar líði vel í þessari nýju veröld! Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla og SAFTSkúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd *Heimild – Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eiga eigin farsíma* Umræðan um síma í skólastarfi er ekki ný af nálinni og blossar gjarnan upp í upphafi skólaárs þegar að skólastjórnendur, kennarar og starfsmenn skóla velta vöngum yfir því hvað sé best að gera með þessa símaeign íslenskra barna sem nálgast það að vera orðin algjör. Höfundum þessarar greinar hefur verið stillt upp sem talsmanni símabanns annars vegar og andstæðingi símabanns hins vegar en þegar rýnt er í það sem hefur verið sagt og ritað þá erum við í grunnatriðunum sammála. Eigum við að banna eða leyfa síma í skólum landsins? Þegar að við stillum umræðunni svona upp á tvo póla og einblínum á það sem við erum ósammála um fjarlægjumst við niðurstöðuna. Málið snýst ekki um að vera með eða á móti heldur finna leiðir þar sem við sem best tryggjum heilbrigða og ábyrga notkun snjalltækja meðal barna og ungmenna. Það er kominn tími til að ná sátt í málið og geta þá frekar beint kröftum okkar í sníða þann ramma sem þarf til þess að börnin okkar nái að blómsta og líða vel. Vinnum með börnum en ekki móti þeim Reglur og rammi eiga ekki að fría okkur sem eldri erum fræðsluábyrgðinni gagnvart tækni sem við treystum okkur ekki til að snerta á sökum óöryggis. Þótt börn og ungmenni séu sannarlega oft klárari á nýja tækni en við sem eldri eru þá búum við alltaf yfir meiri reynslu og þroska sem við getum nýtt okkur til þess að fræða þau. Hvetjum þau til þess að nýta stafrænar lausnir til þess að leysa verkefni, það er hluti af nútíma samfélagi, en kennum þeim þá gagnrýna hugsun og heimildaöflun. Vinnum þetta stóra og mikilvæga verkefni með börnum og ungmennum en ekki móti þeim. Sameiginlegt hlutverk heimilis og skóla Við fullorðna fólkið erum oft gjörn á að röfla yfir síma og tækjanotkun barna en við þurfum líka að ræða hana við börnin. Spyrja spurninga eins og „hvað gerir þú í tæknunum?“ eða „af hverju ertu í tækjunum í stað þess að fara út að leika með vinum þínum?“ Þegar við ræðum við börn fáum við innsýn í veruleika þeirra og það hjálpar okkur að takast á við áskoranir eins og símanotkun í skólum. Kennum þeim að koma auga á hættur eða óviðeigandi hegðum og hvert þau eiga að leita ef þeim líður illa yfir einhverju sem átti sé stað á netinu. Þetta er sameiginlegt hlutverk heimila og skóla. Bann, reglur eða sáttmáli? Eru orðin kannski að þvælast fyrir okkur þegar að við erum í grunninn sammála um það að það sé löngu orðið tímabært að einhver rammi gildi um notkun símtækja í skólastarfi? Veljum við bann þar sem öll notkun er óheimil? Förum við sveigjanlegri leið og setjum reglur yfir hvenær síminn er viðeigandi og hvenær ekki? Gerum við sáttmála sem byggir á samtali og sátt nemenda, kennara, leiðbeinenda, félagsmiðstöðvarstafsmanna, stjórnenda og annarra starfsmanna? Fræðsla er lykilatriði Það eru ýmsar leiðir færar og alveg ljóst að eitt og sama hentar ekki öllum. Ef til vill er því best að tala um símasáttmála þar sem ramminn er útfærður eftir þörfum á hverjum og einum stað með sérúrræðum fyrir þá nemendur sem það þurfa. Fræðsla er þá algjört lykilatriði samhliða sáttmálanum, bæði sem hluti af því að kenna á virkni þeirra tækja sem um ræðir en einnig svo nemendur skilji hvaða hagsmuna er verið að gæta. Meira af því jákvæða og minna af því neikvæða Eins og með allt þá hafa símar sína kosti og galla. Það er mikilvægt að við missum ekki sjónar á þessu atriði því tæknina getum við sannarlega nýtt til góðra verka og til þess að hjálpa okkur í daglegu lífi. Á sama tíma megum við ekki loka öðru auga gagnvart þeim neikvæðu áhrifum sem geta fylgt notkun þeirra. Sem betur fer höfum við rannsóknir á miðlalæsi á Íslandi til þess að byggja á. Þar eru mörg rauð flögg sem nauðsynlegt er að bregðast við. Með því að búa til ramma erum við að taka skref í átt að bregðast við þeim áskorunum sem börnin okkar eru að glíma við. Einnig er ljóst að stórefla þarf fræðslu til barna og foreldra til að bregðast við þeim niðurstöðum sem rannsóknir Fjölmiðlanefndar sýna okkur. Í störfum okkar höfum við heyrt hátt ákall frá foreldrum, ábyrgðaraðilum, starfsfólki í skóla- og frístundastarfi og sérstaklega börnum um að þau vilji skýran og einfaldan ramma um tækjanotkun barna. Með samtali allra sem eiga aðild að máli, aukinni fræðslu og gerð sáttmála getum við náð því markmiði sem við stefnum öll að. Að börnunum okkar líði vel í þessari nýju veröld! Sigurður Sigurðsson, sérfræðingur hjá Heimili og skóla og SAFTSkúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd *Heimild – Börn og netmiðlar (2021) – Fjölmiðlanefnd og Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun