Hvernig verður spilling upprætt? Guðmundur Ragnarsson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 31. ágúst 2023 13:01 Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun