Hvernig verður spilling upprætt? Guðmundur Ragnarsson og Þorsteinn Ingi Hjálmarsson skrifa 31. ágúst 2023 13:01 Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Til að uppræta spillingu og siðlaus vinnubrögð á aldrei að hætta aðhalda málinu lifandi og koma á framfæri í fjölmiðlum. Þöggunin hefur hingað til verið leiðin á Íslandi til að þurfa ekki að bera ábyrgð á gjörðum sínum þegar menn hafa brotið af sér og hafa komist upp með það. Hinsvegar virðist ætla að hylla undir breytingar á landlægum ósóma með Íslandsbanka gjörningnum og vonandi fleiri málum. Starfsmenn og stjórnarmenn hafa þurft að víkja í Íslandsbanka og vonandi förum við að sjá að dregin hafi verið lærdómur af því og fólk fari að haga sér. Hinsvegar situr ráðherrann sem ber ábyrgð á þessu öllu enn. Það verður að koma því á sem fyrst í þessu landiað ráðherrar axli pólitíska ábyrgð og full ástæða að þessi sami ráðherra marki ný skref og sýni gott fordæmi af nægu er að taka hjá honum. Skrif okkar félaga er hins vegar aðallega til að minna á fyrri umræðu í fjölmiðlum og greinum um ítrekuð lagabrot og siðlaus vinnubrögð í stéttarfélaginu okkar VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Að þögnin nái ekki að hylma yfir það að formaður félagsins og stjórn geti ekki svarað heiðarlega og rétt, fyrirspurnum félagsmanna. Þó ítrekað hafi verið kallað eftir því hefur stjórn VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna ekki svarað skriflegum fyrirspurnum tíu félagsmann sem sendar voru á stjórn 03. 11. 2022. Það er áhyggjuefni að stjórn félagsins skuli ekki bera þá virðingu fyrir félagsmönnum að svara þeim skriflega eins og þessir tíu félagsmenn fóru fram á þegar þeir sendu fyrirspurnir sínar á stjórn félagsins. Gera stjórnarmenn VM sér ekki grein fyrir ábyrgð sinni og fyrir hverja þeir eru að vinna? Áttum okkur á því að við erum að tala um stéttarfélag sem er eign félagsmanna og allt á að vera opið og upp á borði og spurningum félagsmanna á að svara um gjörðir formanns og stjórnar. Auðvitað getur formaðurinn ekki svarað, það vita þeir sem hafa farið yfir málin, því allt það sem hann hefur framkvæmt á bak við stjórn og fengið stjórn til að samþykkja er þess eðlis að hann ætti að vera búinn að segja af sér fyrir löngu. Getur siðleysið orðið verra þegar svona vinnubrögð eru ástunduð í verkalýðsfélagi af formanni og stjórn sem telur sig hafna yfir að þurfa að svara félagsmönnum en geta á sama tíma gagnrýnt aðra í samfélaginu.Sami formaður er að gagnrýna aðra fyrir sínar misgjörðir og að þær hafi afleiðingar sem miðstjórnarmaður í ASÍ með því að samþykkja að ASÍ segði upp viðskiptum við Íslandsbanka. Verður siðleysið og hræsnin meiri, hafa menn enga sómatilfinningu? Ef svona vinnubrögð eiga að líðast í verkalýðhreyfingunni er langt í land að við sjáum breytingar í samfélaginu því þegar félagsmönnum virðist vera nákvæmlega sama um það að lög hafi verið brotin í stéttarfélaginu sínu. Er þeim þá ekki nákvæmlega sama um aðra spillingu í landinu? Við verðum að gera þá kröfu að allir axli ábyrgð á misgjörðum sínum. Þeir sem hafa verið að verja formanninn fara í ýmsa kunna útúrsnúninga en engum þeirra virðis detta í hug spyrja hvort lausn málsins væri ekki sú að stjórnin svaraði spurningunum og síðan gætum við haldið umræðunni áfram um hvað er rétt og rangt í málinu. Tekið málefnalega umræðu. Ef við látum spillingu og siðlaus vinnubrögð viðgangast með þögninni áfram, gerum ekki kröfu um að spurningum sé svarað rétt og heiðarlega. Þá munum við ekki ná að útrýma þessari landlægu samfélags meinsemd, spillingunni, sem hefur fengið að þrífast allt of lengi á þessu landi. Útrýmum spillingu úr íslensku samfélagi og við sem getum eigum að byrja á að taka til í okkar nærsamfélagi þar sem við getum beitt okkur. Það mun svo smitast upp samfélagið þar til sigur vinnst. Í stéttarfélagi á ekki að líða spillt og óheiðarleg vinnubrögð. Látum spillinguna ekki þrífast lengur með þögninni. Hrópum hátt, þar til á okkur verður hlustað. Kveðja, Þorsteinn Ingi Hjálmarsson fyrrverandi stjórnarmaður í VMGuðmundur Ragnarsson fyrrverandi formaður VM
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar