Haustið og heimilisbókhaldið Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir skrifar 29. ágúst 2023 08:00 Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Fjármál heimilisins Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Haustið markar alltaf ákveðin tímamót í huga mér. Á þessum tíma kemst rútínan aftur í gang, allir komnir aftur í skóla og þessi tilfinning að merkja bækur og koma sér aftur af stað í hreyfingu er nokkuð sem ég held að margir tengi vel við. Þetta haust eru hins vegar aðstæður sem víða kalla á nýtt upphaf í fjármálum líka. Við upplifum nú tíma með hærri verðbólgu og vaxtastigi en við höfum vanist hingað til. Í slíku árferði getur þurft að huga betur að heimilisbókhaldinu. En hvernig tekur maður til í heimilisbókhaldinu og hvar á maður að byrja? Starfs míns vegna eru þetta eðlilega spurningar sem ég fæ oft. Svarið er að sama gildir um heimilisbókhaldið og rekstur á góðu fyrirtæki. Við fáum inn tekjur í formi launa í hverjum mánuði og þurfum að standa skil á ákveðnum kostnaði við það að reka okkur og okkar heimili. Hjá flestum vegur langþyngst rekstrarkostnaður tengdur húsnæði. Og vegna verðbólgu og vaxtahækkana hefur sá mánaðarlegi kostnaður hækkað umtalsvert hjá mörgum. Blessunarlega eru fjölmargar leiðir til að ná þessum lið niður og lækka mánaðarlegar afborganir. Best er að heyra í sínum viðskiptabanka um leiðir til lausnar, því í fæstum tilfellum er það svo að ein leið henti öllum þar sem forsendur eru ólíkar hjá fólki. Hvað aðra kostnaðarliði varðar hefur mér alltaf þótt best að fara yfir útgjaldaliðina í bankaappinu og setja mér markmið. Til dæmis með því að endursemja og endurskoða hvort ég þurfi á að halda öllum þeim áskriftum sem ég er með og skoða tækifæri til lækkunar á öðrum kostnaðarliðum þar sem góð samkeppni er orðin á markaði, til dæmis varðandi rafmagn. Þá er alltaf skynsamlegt að skipuleggja matarinnkaup viku fram í tímann. Önnur góð leið er að setja sér markmið um „eyðslu innan dags eða viku“. Sparnaður þarf nefnilega ekki að teljast í tugþúsundum á mánuði heldur er lykilinn að byrja að spara. Byrja bara smátt með þann afgang sem maður hefur því það er magnað hvað margt smátt er fljótt að safnast saman í stærri fjárhæð þegar maður setur sér markmið. Höfundur er framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Íslandsbanka.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun